URÐUN OG BANDARÍSKA HLJÓMSVEITIN TAPHOS NOMOS Í EINA SÆNG

0

Hljómsveitin Urðun var formlega stofnuð sumarið 2013 á Akureyri en hún gaf út þriggja laga demó á kasettu og geisladisk sumarið 2015 sem nefndist Horror & Gore.

Núverandi meðlimir hljómsveitarinnar eru Skaðvaldur á söng og gítar, trymbillinn Coffin Crusher að misþyrma skinnum, Putrifier á garnastrengdum bassa og enginn annar en japanski kamikaze mafíósinn Yakuza Dethfukkk spilar einnig á gítar.

„Við erum með nýjung í vinnslu og stefnum á upptökur fyrir breiðskífu sem ber heitið Terror From the Technothrone og verður hún löðrandi í sjúku sci-fi þema þar sem uppvaknings-vélmennageimverur koma til jarðar með það markmið að eyða öllu lífi í alheiminum til þess að knúa áfram geimfarið sitt sem er risastórt fljúgandi grafhýsi. Þetta concept getur bara ekki klikkað, því það er nú þegar klikkaðSkaðvaldur.

Aðal áherslur textagerðar sem og áhrif sveitarinnar eru sóttar frá ýmsum áttum af viðbjóðslegum toga á borð við hryllingsmyndir, uppvakningar, pyndingar, draugalæti, aðrar dauðarokk hljómsveitir, geimverur og líka ef sóðalegt subb og kekkjótt gubb gæti verið hljóð, þá er það sennilega helsti innblásturinn!

Nýjasta útgáfan er split með bandarísku hljómsveitinni Taphos Nomos. Þessi útgáfa verður gefin út á kasettu í gegnum Caligari Records, 12″ vínil hjá Our Ancient Future og geisladisk hjá Blood Harvest Records. Útgáfan er nefnd R.I.P sem er skammstöfun fyrir sitthvora hlið splittsins sem ber sitthvort heitið. Hlið Taphos Nomos sem inniheldur þrjú lög heitir Rarely Investigated Phenomena og okkar hlið með fjögur frumsamin lög og eina ábreiðu nefnist Rigorously Intensified Putrefaction.

Skrifaðu ummæli