Úr hitanum í Los Angeles í kaldan bílskúr á Íslandi

0

Tónlistarkonan og samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut eða einfaldlega Camy var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt lag og myndband. Lagið ber heitið „Love Yourself” og er virkilega grípandi og hresst! Camilla er ein skærasta samfélagsmiðlastjarna landsins og er hún afar vinsæl á bæði Snapchat og Instagram.

Myndbandið við lagið „Love Yourself” er hreint út sagt glæsilegt en það eru Grétar Örn Guðmundsson og Sólrún Diego sem sáu um leikstjórnina. Sú síðarnefnda þekkja eflaust margir af samfélagsmiðlinum Snapchat en Camilla og Sólrún eru bestu vinkonur.

Albumm.is náði tali af Camillu og svaraði hún nokkrum skemmtilegum spurningum.  


Er lagið búið að vera lengi í vinnslu og hvað ertu búin að grúska í tónlist lengi?

Þetta er búið að vera í vinnslu meira og minna síðan í Febrúar á þessu ári svo ferlið er búið að vera langt en gríðarlega skemmtilegt! Mætti segja að ég byrjaði að syngja áður en ég byrjaði að tala eins klysjulega og það hljómar haha svo ég hef verið að grúska í tónlist alla mína æfi.

Hverskonar tónlist ratar oftast í eyrun þín og er eitthvað eitt lag sem þú getur hlustað á aftur og aftur?

Ég er mikil alæta á tónlist en ég er alin upp í Gospelinu svo allt sem kemur frá hjartanu, allt sem hefur einhverja sál og tilfinningar það grípur mig undantekningarlaust. Svo auðvitað allt sem peppar líka, það klikkar aldrei.

Eitt lag sem ég gæti hlustað aftur og aftur á er mjög góð spurning! Ég fæ yfirleitt æði fyrir stökum lögum og get verið með sama lagið á repeat stundum í margar vikur haha. Í augnablikinu er það örugglega, The Man með The Killers. En það eru nokkrir artistar sem eiga gullmola sem ég gæti hlustað á aftur og aftur en þau eru – Stevie Wonder og Tina Turner eru t.d.í miklu uppáhaldi.

Þú ert mikil samfélagsmiðlastjarna, hvernig kom það til og hvað er það sem góð samfélagsmiðlastjarna þarf að hafa?

Ég tel mig nú ekki vera mikla samfélagsmiðlastjörnu haha ég er bara svo ótrúlega lánsöm að eiga svona góðann og dýrmætann hóp af fólki sem fylgir mér á samfélagmiðlum og styður mig í einu og öllu sem ég tek mér fyrir hendur. En í hreinskilni sagt þá gerðist það bara alveg óvart svo ég hef enga uppskrift af því þannig séð. Ég hef heldur aldrei verið í einhversskonar “fylgjendasöfnun,” ég held einfaldlega að ef maður er einlægur í því sem maður er að gera, kemur vel fram við aðra og er sannur sjálfum sér og öðrum þá geta magnaðir hlutir gerst.

Þetta er þitt fyrsta lag og myndband en lagið var tekið upp í Los Angeles. Hvernig kom til að lagið var tekið upp í borg englanna?

Ég var að vinna að laginu sjálfu með flottu teymi úti í Los Angeles og flaug út til þess að taka upp lagið í hljóðveri þar í byrjun Júní. Myndbandið var svo tekið upp hérna heima en við fundum mjög hrátt húsnæði, eiginlega bara bílskúr með engum hita í sem við fengum að fara inn og taka upp í einn sunnudag það er allskonar skrautlegar sögur sem fylgja þessum tökudegi haha!

Camilla er undir camyklikk á Snapchatt.

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Planið er að gefa út lagið svo er leiðinni haldið til London með Gaman Ferðum í dag mánudag á tónleika með vini mínum honum Justin Timberlake. Smá svona vinkonuferð á okkur stelpurnar til að fagna áfanganum! Annars erum við fjölskyldan nýflutt í húsið okkar sem var verið að klára að byggja og ætla ég að njóta þess að vera í sumarfríi með stráknum mínum út Júlí. Svo förum við vonandi að skoða það að gefa út fleiri lög í haust.

Instagram

Skrifaðu ummæli