ÚR FRÆGRI PEPSI AUGLÝSINGU Í AMERÍSKA SJÓNVARPSÞÆTTI

0

Stony fer með hlutverk Max í nýjum sjónvarpsþáttum sem heita „Hunter Street.“

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson eða Stony eins og hann er betur þekktur, slóg eftirminnilegast í gegn í Pepsi auglýsingunni fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta árið 2014. Stony er virkilega hæfileikaríkur einstaklingur en hann leikur nú í nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Hunter Street og eru sýndir á bandarísku sjónvarpsstöðinni Nickelodeon.

Stony fer með hlutverk Max en hann er nýjasti meðlimur fjölskyldunnar og allt virðist með felldu þangað til fósturforeldrar hans hverfa á dularfullan hátt! Max og hinir krakkarnir þurfa að vinna saman, finna vísbendingar og útbúa morgunmat sem getur verið ansi skrautlegt.

Albumm.is náði tali af Stony og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum um leiklistina, tónlistina og að sjálfsögðu Hunter Street!


Hvenær byrjaðir þú að leika og hvernig kom það til?

Hef alltaf haft fáránlega mikinn áhuga á leiklist, alveg frá því að ég var krakki og horfði á Seinfeld með pabba. Eitthvað kúl við að þykjast vera einhver annar en maður var. Ég tók þátt í helling af leikritum í skóla en það varð aldrei neitt mega úr því. Svo fyrir sirka tveim árum flutti ég til Los Angeles, bara til að prófa eitthvað öðruvísi. Fór um leið í nokkrar prufur og bókaði hlutverk í bíómynd. Hún var hræðileg en þetta var gott learning curve varðandi hvernig þessi bransi virkar.

Þú slóst rækilega í gegn í fótbolta auglýsingunni frá Pepsi. Hvernig var að fá svona athygli og hvernig kom til að þú varst fenginn í þessa auglýsingu?

Pepsi sá video sem ég hafði sett á youtube og spurðu mig basically hvort ég væri til í að gera svipaða auglýsingu með þeim bara á stærri skala. Allt ógeðslega súrrealískt við þessa upplifun og ég hef eiginlega aldrei náð uppí þetta. En ég tók þessu bara með opnum örmum og naut þess. Vika í Brasilíu með fótbolta gaurum sem ég var með uppá vegg heima.

Þú ert einnig tónlistarmaður. Hvort á nú hug þinn meira, tónlistin eða leiklistin?

Tónlistin verður held ég alltaf númer eitt, en þetta rennur mjög mikið saman. Að semja tónlist er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að gera til að missa ekki vitið.

Nú leikur þú í nýjum amerískum sjónvarpsþáttum sem heita „Hunter Street,“ hvernig kom það til og ertu búinn að vera lengi í tökum fyrir þann þátt?

Eins og með allt annað fór ég í prufur fyrir þættina með fullt af öðru fólki og fékk hlutverkið þannig. Við vorum í fjóra mánuði í upptökum í Amsterdam sem var alveg magnað. Borg sem ég heimsæki pottþétt aftur. Svo tókum við líka nokkrar vikur hér í LA.

Um hvað eru þessir þættir og hvar eru þeir sýndir?

Þeir eru um fimm fósturkrakka í leit að fósturforeldrum sínum. Hellingur af töff ævintýrum sem ég held að ungir krakkar eiga eftir að fýla. Þeir eru sýndir á Nickelodeon. For the kids.

Er þetta bara byrjunin, er stefnan sett á enn frekari sigra á leiklistarbrautinni?

Já alveg pottþétt. Þetta er besta jobb í heimi. Sem og tónlist. Að ná einhverri goodsh** blöndu af tónlist og leiklist væri toppurinn. Ný tónlist kemur vonandi bráðum. Þori ekki að vera artistinn sem lofar mixtape en svo kemur ekkert, en samt…

Eitthvað að lokum?

„Ay bruh, mixtape coming soon”

Skrifaðu ummæli