ÚR FITNESS STJÖRNU YFIR Í HART ROKK OG RÓL

0

Sænsk/íslenska hljómsveitin Thungur var stofnuð árið 2015 í Malmö í svíþjóð en meðlimirnir eru þrír Svíar og einn Íslendingur. Hljómsveitin var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Animals,“ en lagið er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar sem mun koma út á næstu vikum.

Kristján Samúelsson er einn af fjórum meðlimum bandsins og eini íslendingurinn en hann hefur verið búsettur í svíþjóð frá árinu 2009. Fyrir utan að vera með harða rödd og í hörðu rokki og róli þá hefur Kristján einnig unnið marga titla í vaxtarækt.

„Ég var aktívur keppandi í fitness og vaxtarrækt frá 2002-2012 og þar þekktur betur sem Kiddi Sam. Ég er Íslands, Danskur, sænskur og Norðurlanda meistari í bæði fitness og vaxtarrækt áður en ég byrja að fikta við músik.“

Að lyfta þungu járni yfir í hart rokk og ról, þá spyr maður sig hvort það sé einhver tenging þarna á milli og á nafninu á hljómsveitinni.

„Thungur varð til þegar við ákváðum að breyta frá nafninu „Bend and Break,“ og basically vildum við eitthvað grjóthart og hugsanlega eitthvað íslenskt. Þá kom Thungur (Þungur) inní umræðuna þar sem ALLIR Svíar þekkja Hrafninn Flýgur og setninguna „hann er þungur þessi hnífur“ og út frá því var Thungur ákveðið.“

Hljómsveitin eru að vinna núna hörðum höndum að klára myndbandið við lagið „Animals“ og mun það koma út á næstunni!

Skrifaðu ummæli