Uppselt á tónleika Ólafs Arnalds um alla Evrópu

0

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds er á ferð og flugi þessa dagana. Í lok ágúst gaf hann út nýja breiðskífu, re:member, sem hlotið hefur einróma lof. Tónleikaferðlag til að kynna plötuna hófst nú í haust, nánar til tekið í lok september, og stendur Evrópuhluti ferðlagsins enn. Að honum loknum koma Ólafur og hljómsveit til Íslandi til þess að leika á Iceland Airwaves tónleikahátíðinni en svo er ferðinni heitið til Bandaríkjanna og Ástralíu. Fyrsta hluta tónleikaferðlagsins lýkur svo með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember.

Tónleikaferðalagið hófst á Bretlandseyjum og hefur síðan teygt sig vítt og breytt um Evrópu en uppselt hefur verið á alla tónleika ferðarinnar hingað til.

„Þetta er nú einn allra lengsti samfelldi túr sem ég hef farið á. Við erum búin að vera á ferðalagi síðan um miðjan september því áður en við fluttum inn í rútuna okkar tókum við tvenna tónleika í Rússlandi. Við erum líka 16 að ferðast saman í einni rútu svo þetta erum orðinn vel samþjappaður hópur.“ – Ólafur Arnalds.

En tónleikaferðalagið er bara rétt að hefjast. Eftirfylgni fyrir plötuna teygir sig til loka næsta árs.

„Við erum nú þegar búin að heimsækja staði sem ég fæ sjaldan tækifæri til að spila á t.d. Slóveníu og Ungverjaland. Seinna á árinu förum við svo til Bandaríkjanna og Ástralíu og svo sendum við allar græjurnar til Íslands fyrir tónleikana í Hörpu. Eftir það tökum við smá jólafrí áður en við förum annan hring í kringum hnöttinn m.a. til Asíu, Mið-Ameríku, Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjanna. Þetta eru svo mikil ferðalög að það er eins gott að hafa gott fólk í kringum sig og njóta þess að spila – sem ég geri, í botn.“ – Ólafur Arnalds.

re:member hefur fengið frábærar viðtökur bæði hjá aðdáendum Ólafs og gagnrýnendum. Dómar um tónleika hans hljóma nánast á einn veg: gagnrýnendur halda ekki vatni yfir þessum tilfinningaþrungnu tónleikum.

Lesið nánar um tónleikana í Hörpu hér

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is

Olafurarnalds.com

Skrifaðu ummæli