UPPRENNANDI STJÖRNUR Í NÝJU LAGI OG MYNDBANDI

0

Tónlistarmaðurinn Chase var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Ég vil það.” Chase er ekki einsamall í laginu en rapparinn Jói Pé ljáir laginu einnig rödd sína og er útkoman vægast sagt tryllt! Heyrst hefur að stórstjarnan Pharrell Williams hafi boðið Chase að koma til bandaríkjanna og taka upp nýtt efni í hljóðverinu hans, alls ekki slæmt það!

Óhætt er að segja að Chase sé á hraðri uppleið og framtíðin ansi björt hjá þessum unga tónlistarmanni en Chase er ekki nema 18 ára! Oddur Þórisson pródúsaði, mixaði og masteraði lagið en Tómas Welding á heiðurinn af myndbandinu. Einnig má sjá stórstjörnuna Sonju Rut Valdin bregða fyrir í myndbandinu.

Skrifaðu ummæli