Uppklapp: Ný tónleikaröð með íslenskri tónlist hófst í gær

0

Ljósmynd: Viktor Daði Einarsson.

Tónleikaröðin Uppklapp er ný tónleikaröð þar sem íslenskt listafólk kemur fram með nýjum og persónulegum hætti. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í gærkvöldi þar sem tónlistarkonan Lay Low var gestur kvöldsins. Auk þess sem að flytja sína eigin tónlist sat hún fyrir svörum og sagði gestum frá lögunum sínum. Fengu því gestir að skyggnast inn í hugarheim hennar og hvað hefur veitt henni innblástur í gegnum árin.

Ljósmynd: Viktor Daði Einarsson. Hér er: Ólafur Páll Tryggvason framkvæmdastjóra Öldu Music, Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova og Margeir Steinar Ingólfsson fulltrúi Tónlistans.

Uppklapp er afrakstur samstarfs Nova, Öldu Music og Tónlistans (tonlistinn.is)  en tónleikarnir Uppklapp #1 fóru fram hjá Nova í Lágmúla. Hluti af samstarfinu snýr að því að gefa tónlistarfólki tækifæri til þess að kynna sig sérstaklega inni á Tónlistanum, búa til lagalista með sínum uppáhaldslögum og búa til vinatóna sem sínum lögum sem viðskiptavinir Nova get sett upp hjá sér. Vinatónar eru tónar sem vinir þínir heyra þegar þeir hringja í þig.

Ljósmynd: Viktor Daði Einarsson.

Markmið Uppklapps og Tónlistans er að hvetja til hlustunar á íslenskri tónlist og styðja við íslenska tónlistamenn og renna allar tekjur af miðasölu til listamannsins hverju sinni en allar tekjur af sölu vinatóna renna ætið beint til tónlistarfólks. Með því að mæta á Uppklapp eða sækja sér vinatón er hægt að leggja sitt af mörkum við að styðja við íslenska tónlist.

„Vinatónar eru frábær leið til að afla tekna í gegnum stafræna miðla en þeir eru framtíðin í tekjumódeli tónlistarfólks. Þetta er frábært framtak og góð leið til þess að styðja við íslenska tónlist og mjög gaman að fá að taka þátt,“ segir Ólafur Páll Torfason framkvæmdastjóri Alda Music.

 

Ljósmynd: Viktor Daði Einarsson.

„Nova elskar íslenska tónlist af öllu hjarta og því er ánægjulegt að styðja hana með þessum hætti. Um leið gefst viðskiptavinum okkar tækifæri til að njóta íslenskrar tónlistar við ennþá fleiri tækifæri bæði í gegnum snjallsíma og í návígi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Næstu tónleikar, Uppklapp #2 fara fram 5. desember þar sem tónlistarkonan GDRN verður gestur kvöldsins

Hægt er að kynna sér listafólk vikunnar á Tónlistanum á www.tonlistinn.is en þeir eru líka aðgengilegir á Spotify undir „Tónlistinn“. Þá má kynna sér vinatóna Nova á tonar.nova.is 

Skrifaðu ummæli