UPPHITUNARTÓNLEIKAR MÚSÍKTILRAUNA 2017 FARA FRAM Í KVÖLD!

0

Í kvöld 24. febrúar munu sigurvegarar Músíktilrauna síðustu þriggja ára stíga á stokk í Hinu Húsinu. Þetta eru hljómsveitirnar Hórmónar sem sigruðu í fyrra, Rythmatik sem sigraði árið 2015 og hljómsveitin Vio – bandsem sigraði árið 2014. Tilefnið er að föstudagurinn 24. febrúar er einmitt fyrsti dagur skráningar til þátttöku í Músíktilraunir 2017 en þær hefjast rétt um mánuði seinna þann 25. mars.

Allar fyrrnefndar hljómsveitir hafa fagnað góðu gengi í kjölfar hátíðarinnar og er það því við hæfi að þær leiði upphafið að enn einum Músíktilraununum, þar sem tækifærin bíða eftir ungum tónlistar snillingum! Nú er tíminn til að blása til æfinga í bílskúrunum og undirbúa sig fyrir einn stærsta tónlistarviðburð ársins á Íslandi.

DAGSKRÁ UPPHITUNARTÓNLEIKANNA:
19:30 – 20:00 Vio
20:10 – 20:40 Rythmatik
20:50 – 21:20 Hórmónar

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Hátíðin á sér yfir 30 ára sögu en fyrstu tilraunirnar fóru fram árið 1982. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðu tilraunanna og greiða þátttökugjald. Undankvöldin eru fjögur þar sem u.þ.b. 40 hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið.

Skrifaðu ummæli