UPPHITUNARPARTÝ FYRIR SÓNAR VERÐUR Á LOFTINU Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ Á VEGUM ÞÝSKA TÍMARITSINS KALTBLUT

0

VAGINABOYS

Þýska tónlistar og tísku tímaritið Kaltblut heldur sitt eigið fyrirpartý fyrir Sónar Festival á Loftinu í Bankastræti 7, þann 17. Febrúar og hefjast herlegheitin kl 21.00. Sónar Festival verður haldið í Hörpunni dagana 18-20 Febrúar, því er tilvalið að byrja fagna tónlistar veislunni snemma. Vinsæla tímaritið Kaltblut hefur tekið ástfóstri að sveitinni Vaginaboys að undanförnu. Hin dularfulla sveit mun koma fram á kvöldinu ásamt nýja raftónlistarmanninum Arnar Sig, sem er að stíga sín fyrstu skref í heim tónlistarinnar.

KALT

Á huldu er hverjir meðlimir hljómsveitarinnar eru, á tónleikum spila þeir með grímur, syngja í gegnum talgervil svo ekki er hægt að bera kennsl á meðlimina, en þeir spila grípandi draumkennda raftónlist. Arnar Sig kemur fram í fyrsta skiptið undir sínu eigin nafni á þessu kvöldi en tónlistin hans er einnig draumkennd raftónlist – mætti segja að vist þema ríkir yfir kvöldinu. Hann er ungur piltur frá Vestmannaeyjum og blandar hann saman tónlistina sína við dáleiðandi videólist. Fyrstu gestir kvöldsins munu njóta svalandi drykkja í boði Ölgerðarinnar.

Comments are closed.