UPPGJÖR SÓNAR REYKJAVÍK 2016

0

IMG_3218

Tónlistarhátíðin Sónar fór fram dagana 18 – 20 febrúar í Hörpu en hátíðin í ár var virkilega glæsileg. Fjöldi gesta og listamanna erlendir sem innlendir lögðu leið sína í Hörpu gagngert til að skemmta og skemmta sér. Það má svo sannarlega segja að hátíðin sé að stimpla sig rækilega inn hérlendis sem ein af stærstu og best sóttu tónlistarhátíðunum og er alveg kærkomið að fá að dansa og gleyma sér örlítið í dimmum og köldum febrúar mánuði hér í Reykjavík

Andri Már Arnlaugsson og Frímann Kjerúlf Björnsson lögðu leið sína í Hörpu umræddu daga eins og svo margir aðrir. Andri og Frímann voru mættir til að drekka í sig tónlistina og stemminguna en Andri fór sem blaðamaður fyrir Albumm.is og Frímann sem ljósmyndari. Andri var iðinn við að hoppa á milli atriða og sjá það sem honum þótti áhugaverðast. Frímann hefur virkilega gott auga fyrir að fanga augnablikið en látum ljósmyndirnar tala sínu máli.


Fimmtudagur 18. febrúar.

Sviðin voru fimm talsins þetta árið og ákvað ég að byrja í Silfurbergi á íslenska sveim (ambient) þríeykinu Stereo Hypnosis sem skipa feðgunum Pan og Óskari Thorarensen ásamt gítarleikaranum Þorkeli Atlasyni. Ég gat varla farið fram á betri opnun inn í hátíðina. Þríeykið setti mig á góðan stað með svífandi ambient hljóðheimi sínum og flæðandi lífrænum töktum eins og þeim einum er lagið, þeir eiga orðið alveg sinn eiginn hljóðheim sem þeir hafa búið til á síðustu árum og gaman er að sjá hann þróast og slípast til með tímanum. Videoverk eftir Guðmann Þór Bjargmundsson hnýtti þetta svo skemmtilega saman.

Eftir góða slökun í Silfurbergi lá leið mín næst í Kaldalón á hinn þaulreynda íslenska raftónlistargúrú Frank Murder. Ég var töluvert spenntur að sjá hvað herra Murder hefði fram á að færa því langt var síðan að ég hafði séð hann spila og vissi ég að hann hafði verið að grúska mikið í græjupotti sínum fyrir þetta sett. Vopnaður mörgum modular synthum og snúruflóði matreiddi hann verulega góðan bræðing af skemmtilega old school hljómandi raftónlist sem að minnti einna helst á gamalt efni út herbúðum Warp Records. Verulega skemmtilegur hljóðheimur sem að hann er búinn að sökkva sér í að skapa, enda reynslubolti hér á ferð.

Mankan og danshöfundurinn Martin Kilvady voru búnir að leggja undir sig Norðurljósarsal ásamt hluta af íslenska dansflokknum. Þegar ég labbaði inn í sal Norðurljósa vissi ég í raun ekkert hverju ég átti von á, en það er einmitt það sem að ég leitast eftir á tónlistarhátíðum, er að uppgvöta eitthvað nýtt og láta koma mér á óvart sem var svo sannarlega tilvikið hér. Á móti mér tóku dansarar sem voru búnir að taka yfir salinn og voru flæðandi innan um alla sem voru mættir. Uppbrotinn og bjagaður hljóðheimur Mankan og undurfagur dans íslenska dansflokksins gerði þetta að dásamlegri upplifun og eina af því óvæntasta sem að ég sá þetta árið og fagna ég því að fá fjölbreytt atriði sem þetta á hátíðina.

Á sama sviði á eftir þessu hrífandi atriði var komið að Good Moon Deer. Ég hef fylgst með Guðmundi Úlfarssyni í gegnum árin og er einstaklega gaman að sjá hvaða átt hann er að fara í með tónlistarsköpun sinni. Hljóðbútar víðsvegar að settir skemmtilega saman á frumlegan og tilviljanakenndann hátt minnti mig á köflum á listamanninn Four Tet. Guðmundur hafði svo undir tónlist sinni nokkra aðila upp á sviði sem frömdu lifandi visuala við  tónlist hans.

Jónas Þór Guðmundsson eða hliðarsjálf hans Ruxpin er einn af okkar helstu raftónlistarmönnum með tölvert mikla reynslu og útgáfur á baki, steig á svið á einum af mínum uppáhalds sviðum Sonar Pub, sem staðsett var í horni á efri hæð Hörpunnar hjá Eldborgar sal. Ruxpin hafði augljóslega sett sér það sem markmið að fá fólk til að dansa og það tókst! Mikið um hip hop acapellur yfir brotna takta sem að rann skemmtilega í fólkið og fékk undirritaðann og nánast alla viðstadda til að hrista á sér líkamann.

Eftir mjaðmahristingar Ruxpin var komið að IntrObeatz sem var með lifandi flutning, mikið og djúpt house groove hjá þessum gamla hip hop taktasmið og meðlim hinar goðsagnarkenndu rapp grúppu Forgotten Lores.  Það er sama hvað IntrObeatz tekur sér fyrir hendur hvort sem er hip hop eða djúpt house hann gerir það vel enda einn af okkar allra flottustu taktasmiðum. Addi er klárlega á góðri siglingu og gaman verður að fylgjast með útgáfum og spileríi hjá kappanum á þessu ári.

Ég endaði svo þetta fyrsta kvöld Sónar í bílakjallaranum (sem að var nokkurnskonar vettvangur fyrir harða og taktfasta danstónlist) á hinni þýsku Ellen Allien. Hún er búinn að vera lengi að í senunni og fannst mér gaman að sjá hana þeyta skífum og sjá hvað stemmningin var góð í þessum skemmtilega bílakjallara.

Flott opnunarkvöld á þessari fjórðu hátið Sónar Reykjavík.

Föstudagur 19. febrúar.

Þá var helgin runnin upp og sneisafull dagskrá framundan næstu tvö kvöldin. Ég ákvað að kickstarta föstudeginum á mínum manni Futuregrapher, það má stóla á að þegar hann Árni Grétar spilar live þá gefur hann hug sinn og hjarta í það enda rennur tónlistin um æðar hans. Futuregrapher stóð sína vakt með prýði, heyra mátti mikið af analog græju hljóðum og mikið og skemmtilegt acid sound hans er orðið að, svo ég leyfi mér að slétta, trademarki hans. Það eru fáir jafn einlægir þegar kemur að tónlist sinni og Futuregrapher og það er einmitt þessvegna sem að við elskum hann öll.

Á sama tíma voru elskurnar í Vaginaboys að spila í Norðurljósum og náði ég að kíkja rétt með nefið inn á þá. Troðfullt var inn í salnum og margir virtust hafa lagt leið sína að sjá þá. Gaman var að heyra lög eins og „Elskan af því bara“ og „Feeling.“ Vocoder og húmor eru einkunnarorð Vaginaboys. Svo þessir skemmtilegu emoji visualar sem að þeir voru með ásamt þessu flotta logoi þeirra. „Strákar hvar fæ ég Vaginaboys varning?“

Agzilla og Plasmic úr RVK DNB crew héldu svo uppi pumpandi jungle og drum&bass veislu í bílakjallaranum milli kl 21-22 og gaman var að sjá hversu góð mæting var miðað við hversu snemma kvölds þeir voru að spila. Ég hefði vilja dansa við brotnu bassaþungu taktanna töluvert lengur, en strákarnir rúlluðu upp þessum klukkutíma og mikil stemmning var í kjallaranum. Ég væri til í að fá að sjá amk einn erlendann drum&bass artista á næstu hátíð, úr nægum listamönnum er að velja!

Hin bandaríska og framúrstefnulega Holly Herndon var eitt af þeim erlendu nöfnum sem að ég var hvað spenntastur fyrir að sjá á hátíðinni þetta árið. Fyrsta sem að kemur upp í hugann á mér eru einkunnarorð útvarpsþáttarins Skýjum Ofar „framúrstefna og framfarir“ og það reyndist svo sannarlega rétt. Tónlist hennar og vídeóverk eru eitthvað sem að hafa haldið mér verulega spenntum síðustu mánuði. Holly deildi sviðinu með félaga sínum og saman göldruðu þau fram virkilega ferskan og framúrstefnulegan bræðing sem virtist grípa flesta viðstadda. Sjónræna hliðin var ekki síður spennandi en visualarnir eru einskonar vídeóverk sem Holly vann í samstarfi við hinn japanska vídeólistamann Akihiko Taniguchi mjög svo current allt saman og töff eða eins og vinkona mín segir oft „gæjalegt.“ Þetta er sú átt sem raftónlistin er augljóslega að stefna í og fleiri og fleiri að koma fram sem vinna á svipuðum nótum og Holly.

Á sama sviði á eftir Holly Herndon troð upp hinn mjög svo spennandi listamaður Oneohtrix Point Never en hann er einnig nafn sem að ég hef fylgst vel með síðustu árin og fer eins og Holly býsna óhefðbundar leiðir og heldur manni vel spenntum fyrir í hvaða átt tónlist er að fara. Þetta verður að teljast ein magnaðasta upplifun mín á tónleikum og í raun ef ég tek þetta enn lengra bara ein magnaðasta upplifun mín punktur! Þvílík klikkunn fyrir skynfærin. Ég vissi aldrei hvað tæki næst við, Oneohtrix fór með gítarleikara sínum á ferðalag sem að ég vildi að tæki aldrei enda! Á tímabili gleymdi ég nánast hvar ég væri staddur. Svona eiga tónleika upplifanir að vera engin meðalmennska heldur alvöru ferðalag um hugann ásamt dass af hjartar truflunum.

Eftir þessa geðveiki var tilvalið að létta aðeins á amdrúmsloftinu og taka góðan dans trylling við hinn breska Lone þar sem ég endaði kvöldið mitt, skemmtilegt afturhvarf til rave tímabilsins, mikið um sömpl úr gömlum 90´s anthemum, píanó riffum og skemmtilegir vókalar. HARDCORE YOU KNOW THE SCORE!

Ég hélt heim á leið verulega sáttur í tónlistarhjartanu mínu eftir þetta magnaða föstudagskvöld í Hörpu.

Laugardagur 20. febrúar.

Lokakvöld, Sónar Festival var runnið upp og ég hafði ákveðið að byrja það á afrískri raf og ásláttarsveiflu í töffara fansi President Bongo and The Emotional Carpenters. Gaman var að sjá meistara Sigtrygg Baldurs leiða ásláttarhljóðfæraleikinn og President Bongo kreista djúpar 4/4 bassalínurnar úr græjum sínum. Ég féll í góðann trans yfir setti þeirra. Næsta mál á dagskrá kaupa mér plötuna og hlusta á heima.

Sturla Atlas er einn af mínum uppáhalds nýju ungu hip hop listamönnum í dag. Vopnaður einlægni, fallegri rödd og skemmtilegri framkomu fékk hann mig á sitt band. Gaman að sjá hann og Loga Pedro saman upp á sviði flott orka á milli þeirra. Lög eins og „Snowing“ og „San Francisco“ fannst mér virkilega gaman að heyra í lifandi flutningi. Sturla Atlas er minn maður.

Eftir gott session hjá Stulla og co leit ég við í Kaldalón, þar sem hinn magnaði Dorian Concept var að spila. Virkilega flottur listamaður hér á ferð og einstaklega gott fyrir gamla menn eins og mig að setjast niður, hlusta og njóta. Oft á tíðum langaði mig þó að standa upp og dansa en ég tók dansinn bara út í bílkjallaranum síðar. Settið hjá Dorian Concept var einhvernskonar jazz og hip hop skotinn rafbræðingur sem er alveg minn tebolli.

Verð að nefna það hversu ánægður ég var að sjá hvaða listamenn voru valdir til að spila í Kaldalóni. Greinilegt að samstarf Sónar og Red Bull Music Academy er sterkt og ég vonast til að sjá það halda áfram á næstu árum.

Þá var kominn tími til að standa upp úr sætinu í Kaldalóni og húrra mér yfir í silfurberg  á engann annan en Hudson Mohawke. Hann er listamaður sem ég hef haft miklar mætur á síðan að ég heyrði fyrst í honum fyrir eflaust hartnær 10 árum síðan. Ég hélt að kappinn væri að fara að spila live en hann var með dj sett. Salurinn var pakkaður þegar hann byrjaði að spila en heillaði undirritaðan þó ekki nægilega til að halda honum lengi við efnið… enda var minn maður James Pants að spila á sama tíma í Kaldalóni.

Ég sá James Pants í New York fyrir nokkrum árum síðan og ég gleymi því seint. Kappinn trommaði á tom tom trommur, söng, gerði hvalarhljóð í mikrafónin og dansaði eins og nútíma útgáfa af David Byrne! Hvað vill maður meira en það? Ekkert. Ef þú ert ekki búinn að hlusta á eða athuga þennan mikla snilling gerðu það ekki seinna en núna.

Þessari hátíð var svo sluttað hjá mér í trylltum dansi í bassa himnaríki með dj setti frá hinum breska Ben Ufo, hinum þýska Rødhåd og hinum alíslenska Dj Margeir. Þar sem að dansað var látlaust þangað til okkur var sópað út úr kjallaranum.

Einstaklega vel heppnaðri Sónar Reykjavík þetta árið var lokið og langar mér að þakka og gefa virtual high five á skipuleggjendur hátíðarinnar þeim Eldari, Steinþóri, Agli, Birni Steinbekk og co fyrir að setja þetta saman á fagmannlegan og flottan hátt.

Hlakka til næst að ári liðnu.

Takk fyrir mig,

Andri Már Arnlaugsson.

IMG_1367

IMG_1438

IMG_1450

IMG_1482

IMG_1492

IMG_1547

IMG_1611

IMG_1686

IMG_1689

IMG_1792

IMG_1812

IMG_2021

IMG_2031

IMG_2054

IMG_2128

IMG_2160

IMG_2171

IMG_2181

IMG_2186

IMG_2195

IMG_2220

IMG_2222

IMG_2232

IMG_2241

IMG_2293

IMG_2330

IMG_2337

IMG_2350

IMG_2363

IMG_2380

IMG_2385

IMG_2418

IMG_2446

IMG_2507

IMG_2520

IMG_2544

IMG_2593

IMG_2596

IMG_2646

IMG_2679

IMG_2693

IMG_2749

IMG_2755

IMG_2837

IMG_2869

IMG_2877

IMG_2954

IMG_2992

IMG_3003

IMG_3024

IMG_3025

IMG_3040

IMG_3049

IMG_3060

IMG_3062

IMG_3086

IMG_3112

IMG_3120

IMG_3183

IMG_3218

IMG_3233

IMG_3239

IMG_3261

IMG_3280

IMG_3286

IMG_3295

IMG_3308

IMG_3321

IMG_3326

IMG_3363

IMG_3390

IMG_3397

IMG_3427

IMG_3453

IMG_3459

IMG_3477

IMG_3481

IMG_3488

IMG_3495

IMG_3527

IMG_3549

IMG_3563

IMG_3577

IMG_3628

IMG_3630

IMG_3642

IMG_3645

IMG_3667

IMG_3668

IMG_3679

IMG_3682

IMG_3756

IMG_3780

IMG_3783

IMG_3823

IMG_3832

IMG_3873

IMG_3875

Comments are closed.