UNNUR SARA KEMUR FRAM Á ARCTIC CONCERTS Í NORRÆNA HÚSINU Í KVÖLD 30. JÚNÍ

0

UNNUR SARA

Unnur Sara Eldjárn er næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni í Norræna húsinu, hún kemur fram í dag 30. júní, kl. 20.30. Unnur Sara er ung söngkona og lagahöfundur sem hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan flutning laga sinna og útsetninga á undanförnum árum. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og hefur unnið með fjölmörgum íslenskum tónlistarmönnum svo sem listakonunni Sóley og fleirum.

UNNUR SARA 2

Unnur Sara gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári, frábæra plötu sem ber þessari ungu listakonunni fagurt vitni. Platan er heilsteypt höfundarverk ungs söngvaskálds og
hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Hljóðheimur Unnar Söru er popp, rokk og jazz skotinn en rödd hennar er algerlega einstök, björt, tær og hrein. Textar Unnar Söru eru persónulegir og fjalla um hennar nánasta umhverfi af einlægni og hlýju.

Unnur leikur á gítarinn og syngur en á Arctic Concerts næsta fimmtudag nýtur hún stuðnings Halldórs Eldjárns á slagverk og Gréta Rún Snorradóttir leikur á selló. Það verður upplifun að fá að heyra Unni Söru flytja efni sitt í nálægðinni sem salur Norræna hússins skapar, en tónleikar Arctic Concerts eru um klukkutíma langir.

Aðgangseyrir er 2.500 kr og fer miðasalan fram á Tix.is og á Nordichouse.is

Comments are closed.