UNNUR SARA ELDJÁRN Í BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Í KVÖLD

0

unnur sara - high res

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn heldur tónleika í Bókabúð Máls og Menningar í kvöld fimmtudag 6.ágúst.

Unnur Sara mun syngja frumsamin lög af sinni fyrstu plötu sem kom út fyrr á árinu og er plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna. Platan ber einfaldlega nafn tónlistarkonunnar sjálfrar – Unnur Sara. Það sem einkennir tónlist Unnar eru einlæg og grípandi popplög með íslenskum textum. Þótt Unnur hafi sérstakan stíl og fari sínar eigin leiðir í sínum lagasmíðum má heyra áhrif frá tónlistarmönnum á borð við Kate Bush og Joni Mitchell.

Unnur Sara er 22 ára gömul en hefur verið virk í tónlistarlífinu um nokkurt skeið. Í vor útskrifaðist hún úr söngnámi við Tónlistarskóla FÍH á sama tíma og platan kom út. Í sumar hefur hún verið dugleg að flytja sín eigin lög í miðbæ Reykjavíkur sem einn af Listhópum Hins Hússins. Hún hefur líka fengist við að syngja lög á frönsku eftir tónlistarmanninn Serge Gainsbourg.

mynd UNNUR

Unnur sér sjálf um söng og gítarundirleik og með spilar Sævar Helgi Jóhannsson á hljómborð. Einnig koma fram ungu ljóðskáldin Kristín Dóra Ólafsdóttir og Adolf Smári Unnarsson og lesa upp sín eigin ljóð en þau voru líka Listhópar Hins Hússins í sumar.

Aðgangur ókeypis.

 

Comments are closed.