UNIIMOG

0

uniimog taka 3 2014 33631

Uniimog er glæný hljómsveit en þar er vel valinn maður í hverju horni. Guðmundur Kristinn Jónsson (Kiddi), Sigurður Guðmundsson (Siggi),  og Ásgeir Trausti skipa Uniimog ásamt Þorsteini Einarssyni. Við náðum rétt svo tali af Þorsteini sem var þá staddur í Brighton en hann hefur verið að túra með Ásgeiri Trausta síðastliðinn tvö ár.  


Hvernig varð Uniimog til?

Það var nú bara þannig að ég var búinn að gera þessa plötu í hausnum, hún var reyndar í tölvunni minni líka. Ég var búinn semja þetta allt og gera demó af þessu og svo ákváðum við að taka þetta upp í stúdíóinu okkar. Ég, Kiddi og Ásgeir bróðir og svo fengum við Sigga inní þetta seinna af því að hann býr í Noregi. Hann kom bara til okkar í tvö skipti, tók þetta upp og flaug svo aftur út. Við vorum svo að spá hvort þetta ætti bara að vera sóló platan mín undir mínu nafni eða hvort við ætluðum að gera þetta að bandi og við ákváðum að gera þetta að bandi og þá var það ég, Ásgeir, Siggi og Kiddi sem er bandið. Við höfðum mjög gaman af því að taka þetta upp en við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með Ásgeiri Trausta í um tvö ár þannig við tókum stundum með okkur upptökugræjurnar á túra og settum það upp á hótelherbergjum víðsvegar um heiminn þannig hluti af sumum lögunum eru tekin upp á hótelherbergjum.

Er ekkert erfitt að vera að semja og taka upp á meðan maður er að túra um heiminn?

Nei nei það er ekkert erfitt, maður er orðinn svo vanur þessu, maður er með svo mörg prógrömm í hausnum.

uniimog taka 3 2014 33599

Þið allir hafið unnið mikið saman í gegnum tíðina, er það ekki?

Jú algjörlega við höfum gert nokkrar plötur áður nema kannski krakkinn, hann Ásgeir bróðir minn (hlátur) en það eru miklu fleiri snillingar sem spila á plötunni þó að þeir eru ekki í bandinu t.d. blásararnir Sammi, Kjartan og Óskar og það eru fjórir eða fimm trommarar sem spila á plötunni Kristinn Snær, Helgi Svavar, Maggi Tryggva og Nils Tornqist sem er sænskur vinur minn og trommarinn í Miike Snow og fleiri böndum, hann hefur unnið með Likke Li líka og fullt af liði maður. (Hlátur)

Hvaðan kemur nafnið Uniimog?

Við vorum að basla við að finna nafn. Við gerðum lista með hugmyndum en þetta var einhvernvegin alltaf sterkast og líka útaf því að þetta er nafn á svona gömlum hertrukki og þegar Kiddi var lítill í Keflavík þá læstist hann inní svona trukki og það er rosalega dramatísk minning fyrir hann, hann læstist inní Uniimog. (Hlátur) Fyrst var þetta bara stafað með einu i en við fundum enga tónlist undir því nafni. Við vorum heillengi að vinna plötuna og á meðan fundum við einhvern sem var búinn að gefa út tvö lög undir nafninu Unimog þannig við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera en við bara ákváðum að bæta við einu i og málið dautt. En þetta nafn er svo langt frá því að vera eitthvað djúpt, það getur ekki verið lengra frá því sko. (Hlátur)

Er ekki gaman þegar platan manns kemur loksins út?

Jú algjörlega en ég er búinn að vera á tónleikaferðalagi svo lengi að ég var ekki á landinu þegar hún kom út en ég veit allavega að hún er komin í búðir, Ég sá það á facebook.

Þið eruð að túra með Ásgeiri Trausta núna er það ekki?

Jú við erum í Brighton í Bretlandi og erum bara að fara að soundtjekka og svo spila á eftir.

Komið þið eitthvað á klakann í bráð og ætlið þið að halda einhverja tónleika þá?

Það lítur ekki út fyrir að það verða tónleikar í bráð, höfum engan tíma fyrir það núna því miður. Við verðum að bíða þangað til það hægist aðeins um hjá okkur og þá vonandi æfum við upp bandið. 

Hvernig ertu að fíla að túra svona mikið og þá útum allan heim?

Mér finns þetta vera bara mjög þægileg inni vinna sko (hlátur) Þetta á mjög vel við mig en getur verið erfitt maður á krakka og svona og saknar þeirra en pabbi þarf að vinna. Ég kann ekkert annað þannig ég get ekkert farið að vinna við eitthvað annað.

„No no don´t close the door im going back inside. Sorrý var að tala við einhvern Brighton búa hérna.“

uniimog taka 3 2014 33546 uniimog taka 3 2014 33554 uniimog taka 3 2014 33573 uniimog taka 3 2014 33576

Hvað er mikið eftir af þessum túr núna?

Við erum búnir níunda Desember og verðum heima yfir jólin en förum svo aftur út fyrir áramót og erum þá að fara til Ástralíu komum semsagt beint úr íslenskum jólum í Ástralskt sumar. Við erum að spila á festivali sem heitir Falls festival http://www.fallsfestival.com.au/ og það festival er á þremur eða fjórum stöðum þannig við ferðumst á milli með festivalinu en svo erum við líka að spila í óperu húsinu í Sidney, það verður geðveikt!

„Heyrðu sorrý en ég verð að fara í soundtjekk, það er verið að bíða eftir mér.“

 

 

Comments are closed.