UNGUR OG EFNILEGUR TÓNLISTARMAÐUR GERIR ÁBREIÐU AF „SHELTER“ MEÐ SYCAMORE TREE

0

Fyrir skömmu sendi hljómsveitin Sycamore Tree frá sér lagið „Shelter” en nú er komið út frábært remix af laginu! Það er enginn annar en Magnús Jóhann sem sá um remixið en hann er ungur og upprennandi tónlistarmaður!

„Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég var beðinn um að gera „remix“ af Shelter var að endurhljómsetja það og gera það minimalískara. Ég fjarlægði öll hljóðfærin úr mixinu og ákvað að nota bara laglínuna og halda forminu á laginu nánast óbreyttu.“ – Magnús Jóhann.

Magnús notaðist við gamalt Fender Rhodes rafmagnspíanó sem hann keypti í London fyrir nokkrum árum síðan. Þar næst bætti hann við nokkrum gömlum hljóðgervlum og slagverkshljóðum.

„Að lokum ákvað ég að halda strengjunum inni í síðasta viðlaginu, þar sem mér þóttu þeir koma skemmtilega út yfir endurhljómsetninguna.“ – Magnús Jóhann.

Fyrir slysni mætti trommuleikarinn Bergur Einar Dagbjartsson upp í hljóðverið en Magnúsi tókst að plata hann til að tromma aðeins yfir lagið.

Skrifaðu ummæli