UNGUR ÍSLENDINGUR FÆR TILBOÐ FRÁ PHARRELL WILLIAMS

0

Nóg er um að vera hjá tónlistarmanninum Chase eða Chase Anton Hjaltested eins og hann heitir réttu nafni en hann sendi fyrir skömmu frá sér lagið „Blame Me” sem hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur.

Chase fékk á dögunum heldur betur óvænt tilboð frá bandaríkjunum en það var boð frá ekki ómerkari manni en Pharrell Williams! Lítill fugl hvíslaði að okkur að búið er að bjóða Chase yfir til bandaríkjanna til að taka upp nýtt efni í hljóðveri Pharrells og fer hann út á næstu dögum!

Þegar blaðamur Albumm hafði samband við Chase vildi hann ekki gefa mikið upp og sagði einfaldlega “no comment.”

Alls ekki amalegt að fá slíkt tilboð en Chase er einmitt að senda frá sér glænýtt lag og myndband nú í vikunni þannig fylgist vel með hér á Albumm.is!

Hér fyrir neðan má sjá og hlíða á lagið „Blame Me.”

Skrifaðu ummæli