UNGUR HÆFILEIKABOLTI GERIR ÞAÐ GOTT

0

magnus

Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann var að senda frá sér sína fyrstu plötu undir eigin nafni en hún ber heitið Pronto. Platan á rætur sínar að rekja til þess að kappinn samdi músík fyrir nokkrar stuttmyndir en einnig tók hann þátt í Músíktilraunum í vor með tveimur böndum og upp frá því ákvað hann að taka upp eigin tónlist.

Magnús lenti í þriðja sæti í Músíktilraununum og fékk hann að launum upptökutíma í hljóðverinu Aldingarðinum. Þegar Magnús spilar á tónleikum er öll tónlistin flutt live með fimm mismunandi hljómborðum og var það haft að leiðarljósi við upptökur á plötunni.

„Ég er með algjöra dellu fyrir gömlum hljómborðum og allskonar dóti sem býr til skemmtileg hljóð. T.d. notaðist ég mikið við gamalt Rhodes píanó sem mér áskotnaðist í London á plötunni og nokkra gamla hljóðgervla.“ – Magnús Jóhann

Magnús er einstaklega hrifinn af allskonar spunamúsík og vildi hann fanga þá stemming á plötunni á einhvern hátt. Í sumum tilvikum var hljómagangurinn það eina sem var ákveðið fyrirfram.

magnus-2

Fyrir utan þetta sólóverkefni hefur Magnús verið mjög virkur í tónlistinni og spilað með hinum og þessum listamönnum. Glowie, The Vintage Caravan, Rythmatik, Blúsbandi Dóra Braga en einnig er hann í tónleikasveit Berndsen. Magnús kemur alls 14 sinnum fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Ekki missa af því gott fólk!

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna Pronto í heild sinni.

Comments are closed.