Ungt og áhugavert listafólk úr öllum áttum: SEEN Zine kemur út í dag

0

Anna Maggý og Júlía Tómas.

SEEN Zine er hugarfóstur Önnu Maggýjar & Júlíu Tómas, bók þar sem viðfangsefnið er ungt og áhugavert listafólk úr öllum áttum. Tónlistarmenn, ljósmyndarar, málarar og aðrir listamenn eru til umfjöllunar auk þess sem bókin er stútfull af pistlum, ljóðum, viðtölum og verkum.

Bókin er prentuð í takmörkuðu upplagi og verður einungis til sölu þetta kvöld. Útgáfupartý bókarinnar fer fram á Bravó í kvöld miðvikudaginn 7. nóvember kl 20:00 þar sem fram koma margir af þeim frábæru listamönnunum sem fjallað er um í bókinni. Þar á meðal JóiPé og Króli, DJ Motherfunker, Munstur, Young Karin, Geisha Cartel, GDRN og DJ Vala.

Ölgerðin býður uppá BULLET 90 PROOF BOURBON FRONTIER WHISKEY á meðan birgðir endast!

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir úr SEEN Zine:

Skrifaðu ummæli