Undir áhrifum The Cure og Vigdísar Grímsdóttur

0

Reykvíska söngvaskáldið Jón Þór, sem er fyrrum gítarleikari og söngvari Lada Sport, var að senda frá sér myndband við nýjasta lagið sitt, „Ég er kominn og farinn.“ Myndbandið var í leikstjórn Annahita Asgari.

Lagið var tekið upp í Berlín og er undir áhrifum The Cure og Vigdísar Grímsdóttur og fjallar um konu, mann og dauðann. Ég er kominn og farinn, er það fyrsta sem kemur út síðan ep platan Frúin í Hamborg kom út árið 2016. Frekara efni er væntanlegt frá Jóni Þór á næsta ári.

Skrifaðu ummæli