UNDIR ÁHRIFUM FRÁ GEIMFERÐUM OG VÍSINDASKÁLDSKAP

0

_8sj1358

Úlfur Eldjárn hefur sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Hands Up in the Air“ eða „Lúkurnar á loft“ eins og það gæti útlagst á íslensku. Um er að ræða lag af væntanlegri sólóplötu Úlfs sem ber heitið The Aristókrasía Project og er áætlað að komi út í vor.

Lagið var frumflutt og valið lag dagsins á útvarpsstöðinni KEXP í Seattle fyrir nokkrum dögum, en nú er lagið komið út á Spotify og helstu tónlistarveitum.

_8sj1346

Aristókrasíuverkefnið er undir miklum áhrifum frá geimferðum og vísindaskáldskáp. Þar er tekist á við hugmyndir okkar um framtíðina, sambúð mannkyns við tækni og tölvur, sögu vísindanna og fjallað um ástina á tímum nýjustu tækni og vísinda.

Úlfur er e.t.v. þekktastur sem einn af meðlimum orgelkvartettsins goðsagnakennda, Apparat Organ Quartet, og sömuleiðis fyrir tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leikhús og aðra miðla. Tónlistin er samin fyrir gamla hliðræna hljóðgervla, vókóder, strengjakvartett og lifandi slagverk.

aristokrasia_patch_01_crop

Á hljómplötunni nýtur Úlfur liðsinnis íslensks strengjakvartetts og finnska slagverksleikarans Samuli Kosminen, sem er kannski best þekktur sem trommuleikari hljómsveitarinnar Múm, en hefur einnig unnið með fjölda listamanna á borð við Hauschka, Jónsa, Kimmo Pohjonen og Kronos Quartet. Strengjakvartettinn skipa þau Una Sveinbjarnardóttir, Gunnhildur Daðadóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir og Hrafnkell Orri Egilsson.

_8sj1363

Úlfur er nýkominn heim úr tónleikaferð til Finnlands, þar sem platan var flutt í heild sinni við kvikmyndina „First Orbit“ í Savoy-leikhúsinu í Helsinki, í tengslum við kvikmyndahátíðina DocPoint. „First Orbit“ var kvikmynduð af geimfaranum Paolo Nespoli úr Alþjóðlegu geimsstöðunni (ISS) og endurgerð á flugi sovéska geimfarans Júrí Gagaríns umhverfis jörðu, en hann varð fyrstur manna til að fljúga út í geim og sjá jörðina þaðan.

Leikstjóri myndarinnar, Christopher Riley, hefur sömuleiðis gert myndband við lagið „Poyekhali!“ sem er einnig af væntanlegri plötu Úlfs.

Þeir sem vilja fylgjast með fréttum af útgáfu plötunnar er bent á heimasíðu og Facebooksíðu Úlfs

 

Skrifaðu ummæli