UNDIR ÁHRIFUM FRÁ 70´s og 80´s SCI FI HORROR TÓNLIST

0

Bandaríska hljómsveitin Dance With The Dead blæs til heljarinnar tónleika á skemmtistaðnum Húrra næstkomandi fimttudag! Sveitin er skipuð vinunum Justin Pointer og Tony Kim en frumraun þeirra Out Of Body leit dagsins ljós árið 2013 og fékk hún glimrandi dóma!

Sveitin er þekkt fyrir ást sína á 70´s og 80´s sci fi horror tónlist og má svo sannarlega heyra áhrif frá því í tónlistarsköpun þeirra! Það má búast við miklu fjöri á tónleikunum og ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara!

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 20:00 og hægt er að nálgast miða á Tix.is

Facebook viðburðinn má sjá hér

Skrifaðu ummæli