UNA STEF SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ VON

0

von
Una Stefánsdóttir eða Una Stef eins og hún kallar sig er hæfilekarík söngkona en hún vakti verðskuldaða athygli með laginu Set Fire To The Rain með Adele en þar skellir Una laginu í reggae búning. Una var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist Von og er lagið fyrsti singúllinn af væntanlegri EP plötu sem kemur með haustinu. Öll lögin eru eftir Unu Stef sem og textarnir sem eru allir á íslensku í þetta skiptið. Hingað til hefur Una aðeins gefið út efni á ensku þannig það kveður aðeins við nýjan tón.

“Von”
Una Stefánsdóttir – söngur, raddir, píanó
Daníel Helgason – gítar, bassi
Andri Bjartur Jakobsson – trommur, slagverk
Elvar Bragi Kristjónsson – trompet
Stefán S. Stefánsson – saxafónn

Ásmundur Jóhannsson sá um upptökustjórn og mix en Jóhann Ásmundsson sá um masteringu. Tekið upp í Stúdíó Paradís.

Lagið Set Fire To The Rain með Adele í reggae búning eftir Unu Stef:

Comments are closed.