Una Stef og Skúli Mennski leiða saman krafta sína

0

Í kvöld Föstud 19. október munu tónlistarfólkið Una Stef og Skúli Mennski leiða saman hesta sína og halda tónleika á Hard Rock Café á Lækjargötu. Auk þeirra spila Daníel Helgason á gítar, Baldur Kristjánsson á bassa og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og miðaverð er 2000 krónur.

Söngkonan og lagasmiðurinn Una Stef hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár en hún hefur heillað landann með sálarfullum lögum sínum líkt og „Mama Funk” og útvarpssmellinum „The One” sem fékk jafnframt tilnefningu sem lag ársins á Íslensku
tónlistarverðlaununum í ár auk þess sem Una sjálf var tilnefnd sem söngkona ársins.

Ísfirska söngvaskáldið Skúli Mennski hefur frá árinu 2010 gefið frá sér fimm plötur og komið fram víða hérlendis og erlendis.

Skrifaðu ummæli