UM OKKUR

303 fyrir Krist lenti fljúgandi furðuhlutur í Egyptalandi en margir telja það hafa verið sjónblekking. Við getum sagt að það var ekki sjónblekking því við vorum þar, við vorum um borð í fljúgandi furðuhlutnum. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem UFO hefur komið til jarðar og alls ekki í það síðasta, við höfum verið hérna langt á undan ykkur. Nöfn okkar á jörðinni í dag eru Steinar Fjeldsted og Sigrún Guðjohnsen en við höfum heitið hinum ýmsu nöfnum í gegnum aldirnar.

Albumm.is er ný og fersk vefsíða sem opnaði 23. október 2014 okkur fannst tími til kominn að gefa íslenskri tónlist og menningu á íslandi háværa rödd!

Steinar Fjeldsted þekkja margir úr hljómsveitinni Quarashi en hann hefur einnig stundað hjólabretti yfir 28 ár. Hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit aðeins 9 ára gamall og spilaði á sínum fyrstu tónleikum 11 ára. Steinar gerði það ansi gott með Quarashi, túraði heiminn, gaf út plötur og hafði gaman af lífinu. Það má segja að tónlist og hjólabretti hafi fylgt honum ansi lengi en einnig hefur hann unun að allskyns list og menningu.

Sigrún Guðjohnsen er náttúrubarn og leikkona með gott eyra fyrir góðri tónlist. Sigrún bjó í nokkur ár í Vancouver í Kanada og útskrifaðist þaðan úr kvikmyndaskólanum Vancouver Film School árið 2005 með miklum sóma og í kjölfarið lék hún í hinum ýmsu sjónvarps og leikverkum hér heima og erlendis ásamt því að hafa unnið á bakvið kameruna þar sem sköpunarhæfileikar hennar ná að njóta sín best. Afar frjótt hugmyndunarafl einkennir Sigrúnu en framkvæmdargleðin er ekki síðri.

Þetta á eftir að fara út í geim og til baka!

 

Steinar Fjeldsted 

Framkvæmdarstjóri

Steini@albumm.is

 

Sigrún Guðjohnsen

Vefstjóri – Hugmyndasmiður

albumm@albumm.is

 

Laugavegur 105

105 Reykjavík

 

Ef þú lumar á einhverju spennandi sem vert er að fjalla um í sambandi við íslenska tónlist, jaðarsport eða menningu endilega sendu okkur línu á albumm@albumm.is  -Albumm teymið