ÚLFUR KARLSSON OPNAR PÓLÍTÍSKA LISTASÝNINGU

0

by-proxy-acrylic-on-canvas-2016-160x230-cm-copy-1

Þann 16. September síðastliðinn opnaði Úlfur Karlsson sýningu í Galerie Ernst Hilger (Project Room). Sýningin samanstendur af fimm stórum verkum, og einu hljóðverki.

Úlfur hefur látið mikið á sér bera síðan hann lauk námi í listaháskólanum í Valand í Gautaborg árið 2012. Meðal stærri sýninga má nefna samsýninguna ,,Hard Day’s Night“ í Listasafni ASÍ, „NÝMÁLAГ í Listasafni Reykjavíkur og einkasýningu í D-sal Hafnarhúss (Listasafn Reykjavíkur).

by-proxy-ii-1-1

Nýjasta sýningin er afar pólítísk,  aðal þemað er stríð og þeir leiðtogar heimsins sem skipuleggja þau. Úlfur skoðar tengsl herforingja í stríðum og box umboðsmanna eða „boxing promoters“ líkt og Don King. Þeir senda hermenn eða boxara í baráttu eða stríð en heyja ekki bardagann sjálfir, líkt og titill sýningarinnar ber með sér (By Proxy). Þá vaknar sú spurning fyrir hvern er í raun verið að berjast og fyrir hvaða málstað.

Don King kemur fram í mörgum verkum á sýningunni og eftir þó nokkur internet samskipti (m.a. við barnabarn hans)  hefur Mr. King sýnt áhuga á að koma á opnunina en einungis tíminn leiðir í ljós hvort það gerist eða ekki.

ulfurkarlsson.com

Comments are closed.