ÚLFUR BÆTIST Í HÓP FIGUREIGHT LISTAMANNA

0

Figureight kynnir með stolti nýjustu viðbót við útgáfufyrirtækið: Úlf Hansson, sem gefur út sem Úlfur. Síðasta plata hans, White Mountain, kom út 2013. Platan Arborescence kemur út 3. nóvember, stafrænt og á vinyl. Hin virta síða Stereogum hefur nú frumflutt fyrsta tóndæmi af plötunni, Fovea og fer fögrum orðum um lagið. Hlustið hér.

Arborescence  er pródúseruð af Randall Dunn (SUNN O))), Earth, Marissa Nadler, o.fl.). Margir frábærir listamenn leggja Úlfi lið á plötunni, þar á meðal listafólk úr figureight samfélaginu, Shahzad Ismaily (stofnandi útgáfunnar) og Gyða Valtýsdóttir, en plata hennar kemur út í október. Einnig spilaði Skúli Sverrisson inn á plötuna, sem og Zeena Parkins (Björk, Jim O’Rourke, Pauline Oliveros, Fred Frith, John Zorn) og Greg Fox (Kaitlyn Aurelia Smith, Colin Stetson, Liturgy, Guardian Alien). Platan dansar á mörkum hávaða og ljúfra laglína – blíður söngur Úlfs breytist á andartaki yfir í margra laga hljóðvegg. Strengir blandast raftónlist á einstakan hátt.

Úlfur er útskrifaður úr Mills College í Kaliforníu og hlaut árið 2013 viðurkenningu frá International Rostrum of Composers sem ungt tónskáld ársins. Hann hefur samið tónlist fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kronos Quartet og l’Orchestre de Radio France. Hann hefur túrað með Jónsa og unnið með Ólöfu Arnalds og Anna Von Hauswolff svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hefur hann búið til einstök hljóðfæri, meira um það á heimasíðu hans.

Twitter

 

Skrifaðu ummæli