UGGLA SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „LEIÐ A“

0

UGGLA 2

Hafnfirska hljómsveitin Uggla sendir nú frá sér sitt annað lag sem nefnist, „Leið A“ og er undir áhrifum Bandarískrar sveitatónlistar og fjallar um hið stóra val í lífinu. Lag og texti kemur frá bassaleikara hljómsveitarinnar Viðari Hrafni.

UGGLA

Ugglu skipa Kjartan Orri Ingvason (gítar/söngur), Valdimar Þór Valdimarsson (gítar/söngur), Kjartan Þórisson (trommur) og Viðar Hrafn Steingrímsson (bassi/söngur). Meðlimir Ugglu hafa fengist við hin ýmsu tónlistarverkefni í gegnum tíðina; Kjartan Orri gaf út plötuna Sum of all things undir sólóverkefni sínu koi fyrir fimm árum síðan. Valdimar spilar reglulega með KSF (Killer sounding frequencies) Kjartan Þórisson spilaði með hinni goðsagnakenndu PPPönk sem gaf út EP plötu undir merkjum Smekkleysu árið 1997. Viðar Hrafn hefur leikið með hinum ýmsu böndum til að mynda FH hljómsveitinni Hafnarfjarðarmafíunni og með Skrímslunum. Fyrr í vor gaf Uggla út lagið, „Sit Í Svörtu Húmi“ og fleiri lög eru væntanleg á næstu misserum.

Upptökur á laginu „Leið A“ fór fram í Aldingarðinum og var upptökum og hljóðvinnslu stjórnað af Magnúsi Leifi Sveinssyni. Andrés Þór Gunnlaugsson lagði hljómsveitinni lið með að spila á pedal steel, dobro og banjó.

Comments are closed.