TVÖFALDIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Á HÚRRA Í KVÖLD

0

Ceasetone

Blásið er til tvöfaldra útgáfutónleika í kvöld, miðvikudaginn 6. september á Húrra kl 9. Þar fagna listamennirnir Ceasetone og EinarIndra útgáfum. Auk þeirra kemur Tonik Ensemble einnig fram.

Að baki CeaseTone stendur tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þráinsson. Fyrsta plata Ceasetone, Two Strangers, sem kom út árið 2016, hlaut frábærar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna hið sama ár. Hér renna saman í mögnuðum hljóðheimi kröftugt indí-rokk, taktföst raftónlist og klassískir undirtónar. Á nýrri smáskífu gegna strengir veigamiklu hlutverki auk hins elektróníska hljóðheims.

einarindra

EinarIndra hefur verið iðinn við tónleikahald erlendis. Hann kemur til að mynda fram á Reeperbahn tónlistarhátíðinni síðar í mánuðinum. EinarIndra gaf út stuttskífuna Unravel á dögunum sem hefur fengið góðar viðtökur. Platan inniheldur sálarfullar rafskotnar indie lagasmíðar í anda James Blake og Bon Iver.

Tonik Ensemble

Ásamt þeim, kemur Tonik Ensemble fram. Tónlistin er sálarskotin raftónlist með dansvænni undiröldu, en verkefnið vinnur að nýju efni og leggur leið sína til Bretlands í október.

Hægt er að nálgastFacebook viðburðinn hér.

Skrifaðu ummæli