Tvö ný lög, myndband og samningur hjá Sony Dk – 2018 er þéttskipað hjá Svölu

0

Söngkonan og lagahöfundurinn Svala Björgvinsdóttir er flestum kunn hér á landi enda flutt og samið fjölda þekktra og vinsælla laga allt frá unga aldri. Auk þess hefur Svala náð með tónlist sinni, tónleikahaldi og magnaðri sviðsframkomu gríðarlega góðum árangri á erlendri grundu og þá einkum í Bandaríkjunum. Tónlist Svölu hefur ratað bæði í sjónvarpsþætti og kvikmyndir og komist inn á ýmsa vinsældarlista svo sem á topp 10 smáskífulista iTunes og á topp 30 Billboard- listans í Bandaríkjunum.

Framundan eru spennandi útgáfur hjá Svölu sem var tilnefnd sem söngkona ársins bæði á Hlustendaverðlaununum og Íslensku Tónlistarverðlaununum. Svala er búin að vera inni í stúdíó að semja og vinna með frábæru fólki og er afraksturinn að líta dagsins ljós núna á næstu dögum og í þetta skiptið mun plötufyrirtækið SONY DK dreifa tónlistinni hennar um allan heim með áherslu á Ísland og öll norðulöndin, en Svala skrifaði nýverið undir samning við þau og hlakkar mikið til samstarfsins. Útgáfa og umboð er sem áður í höndum Iceland Sync Management ehf.

2018 er þéttskipað ár með öllum þeim verkefnum sem framundan eru. Fyrsta samstarfsverkefnið hennar er “Ekkert Drama” sem hún samdi og syngur með hinum mögnuð RVKDTR kemur nú út á Spotify og öðrum streymisveitum. Svala kom fram með þeim á Menningarnótt 2017 og kom þá hugmyndin fram um að þær myndu vinna meira saman. Svala samdi lagið í borg englanna og á Íslandi en hún hefur verið aðdáandi RVKDTR í langan tíma. Svala segist elska að vinna með öðrum konum og fjallar lagið um að styðja við bakið á hvor annarri og einfaldlega að vera með ekkert drama.

Síðast en ekki síst, má helst nefna útgáfu á með nýrri EP plötu sem er fyrsta sóló verkefnið hennar eftir farsæl ár með hinum ýmsu böndum. Fyrsta lagið af þeirri plötu, „For The Night”  kemur út í dag ásamt myndbandi eftir Sögu Sigurðardóttir ljósmyndara og unnið af Einari Egilssyni. Lagið sjálft fjallar um freistingar og þegar maður heldur að maður sé komin yfir aðila en um leið og þessi aðili verður á þínum vegi þá getur þú ekki staðist hann. Lagið er samið af Svölu, Einar Egils og Ryland Blackinton og útsett af Ryland Blackinton.

Icelandsync.com

Skrifaðu ummæli