TVEIR NÝIR LISTAMENN BÆTAST VIÐ HJÁ BEDROOM COMMUNITY

0

BED

Það er ekki á hverjum degi sem Bedroom Community bætir við sig listamönnum, en í ár gefur útgáfan út tvær plötur nýrra listamanna.

Fast á hæla útgáfu Folie à Deux með Emily Hall (20. júlí) gefur Bedroom Community út frumraun hins 23 ára gamla Jodie Landau ásamt nýstárlegu tónlistarsamsteypunni Wild Up. Platan ber nafnið You Of All Things og kemur út 2. október næstkomandi. Nú má forpanta hana á bandcamp og hlusta á fyrsta lag hennar, An Invitation.

Jodie Landau er tónskáld, söngvari og slagverksleikari. Tónlist hans tvinnar saman ólíkum stefnum svo sem kammer, rokki og djass fyrir tónleika, kvikmyndir, leikhús- og dansverk. Þegar hann kemur fram einsamall singur hann ásamt því að spila á víbrafón og marimbu.

Wild Up er djörf kammersveit frá Los Angeles sem stefnir að því að skapa umhugsunarverð verk. Tónlistarfólk Wild Up trúir því að tónleikastaðir séu til þess gerðir að útbúa áskoranir, vekja spennu og sameina hlustendur.

You Of All Things er fögur plata sem nýtir breitt og einstakt raddsvið Jodie Landau til fullnustu. Jodie er aðal tónskáld plötunnar, en önnur tónskáld hennar eru Ellen Reid, Marc Lowenstein og Andrew Tholl sem öll búa yfir einstökum stíl. Hljóðblöndun og -jöfnun voru í höndum Valgeirs Sigurðssonar  sem ljáir plötunni sinni auðþekkjanlega og sérstaka Bedroom Community blæ.

 

Tónleikar á döfinni:

September 11:  8pm – wild Up – three premieres with ACF

@ REDCAT, Los Angeles, CA

http://www.redcat.org/event/2015-american-composers-forum-national-composition-concert

 

September  17-19:  Jodie Landau performs music by Valgeir Sigurðsson in Emio Greco & Pieter C Scholten’s Extremalism

@ TNM – La Criée Marseille, France

http://www.ballet-de-marseille.com/-EXTREMALISM,610

 

September 24: Jodie Landau joins James McVinnie with Bedroom Community

@ Royal Festival Hall, London.

http://www.southbankcentre.co.uk/whatson/james-mcvinnie-with-bedroom-co-90322?dt=2015-09-24

 

October 3:  8pm – Jodie Landau / wild Up – you of all things – Album Release Listening Party @ Pieter Performance Space, Los Angeles, CA.

http://wildup.la/events/album-release-listening-party/

 

October 9:  8pm –  wild Up + Colburn | like a great starving beast…

@ Zipper Concert Hall at the Colburn School, Los Angeles, CA

http://wildup.la/events/wild-up-colburn-like-a-great-starving-beast/

 

Comments are closed.