TVEIR MENNTSKÆLINGAR FRÁ SELFOSSI SENDA FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

Dagur Snær Elísson og Gabríel Werner Guðmundsson.

Dagur Snær Elísson og Gabríel Werner Guðmundsson eru tveir 18 ára menntskælingar frá Selfossi en þeir ganga undir nafninu GDMA. Strákarnir eru búnir að vera duglegir að gera tónlist síðan byrjun ársins 2016 og voru einmitt að senda frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið „SlowMo.“

„Ég er með Stúdíó aðstöðu í bílskúrnum heima þar sem öll lögin verða til, en tónlist er eitt af okkar helstu áhugarmálum. Við höfum gefið út nokkur lög og er meira á leiðinni.“ – Dagur Snær

Í myndbandinu ásamt Gabríel og Degi er Ísland Got Talent stjarnan Magnús Bjarki Þórlindsson en hann hjólar á BMX hjóli í kringum Gabríel og gerir nokkur trikk á meðan hann syngur.

Hér er á ferðinni flott lag og myndband en gaman verður að fylgjast nánar með köppunum í framtíðinni. Dagur sá um að mixa og mastera ásamt að gera öll beat-in en Gabríel sér um söng og texta.

Skrifaðu ummæli