TVEIR MEÐLIMIR QUARASHI STÖKKVA Í MOLD

0
Haukur Már EinarssonMoldSteinar FjeldstedAlbúmÓmar Örn Hauksson

Haukur Már Einarssin, Steinar Fjeldsted og Ómar Örn Hauksson. Ljósmyndari: Haraldur Jónasson

Mold Skateboards eru fyrstu al-Íslensku hjólabrettin sem eru handsmíðuð hér á landi. Viðurinn er allur fenginn frá Kanada og er hágæða Sugar Maple sem er ekki fáanlegur hér á landi. Mikil vinna og sviti hafa farið í brettin en en þetta eru sjö þunn lög sem eru svo sérstaklega pressuð saman með átján tonna maskínu.

„Það er búið að taka langan tíma að ná þessu réttu og margar plötur hafa lent í ruslinu.“

Segir Haukur Már Einarsson eigandi og stofnandi Mold Skateboards en hann einnig smíðar brettin.

mold insta profile

Steinar Fjeldsted sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Quarashi og annar eigandi vefsíðunnar Albumm.is er kominn á fullt hjá Mold en fyrstu brettin eru einmitt samstarfsverkefni Mold Skateboards og Albumm.is

„Ég kom inn í þetta fyrir um átta mánuðum síðan. Við hjá Albumm.is tókum viðtal við Hauk og þannig byrjuðu brettin að rúlla.“ – Steinar Fjeldsted.

Haukur Már EinarssonMoldSteinar FjeldstedAlbúmÓmar Örn Hauksson

Haukur Már Einarssin, Steinar Fjeldsted og Ómar Örn Hauksson. Ljósmyndari: Haraldur Jónasson

Grafíkin undir brettunum er vægast sagt mjög áhugaverð en þar má sjá fígúrur sem allir landsmenn þekkja en í örlítið öðruvísi stellingum.

Ómar Örn Hauksson sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Quarashi sá um grafíkina en hann er menntaður grafískur hönnuður og er mikill listamaður.

„Steini hafði samband við mig og bað mig um að gera grafíkina undir brettin mér leyst það vel á að ég sló til. Þetta eru Íslensk hjólabretti og því tilvalið að hafa eitthvað sem allir kannast við, þó að flestir hafi ekki séð þá í þessum stellingum áður.“ Ómar Örn Hauksson

Haukur Már EinarssonMoldSteinar FjeldstedAlbúmÓmar Örn Hauksson

Nokkrir af bestu skeiturum landsins fengu Mold bretti í hendurnar og prófuðu þeir brettin við mjög góðar undirtektir. Allir voru sammála um það að þetta eru hágæða bretti sem vel hægt er að skeita á, ótrúlega góð!

Það er mikið að gerast hjá Mold Skateboards á næstunni og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Mold Skateboards koma í verslanir í dag (föstudaginn 14. Ágúst) og verða fáanleg í öllum helstu hjólabrettaverslunum landsins.

Fyrstur kemur fyrstur fær!

https://instagram.com/moldskateboards

https://instagram.com/albumm.is

mold mynd 7

Daði Snær Haraldsson – Ljósmyndari: Hörður Ásbjörnsson

mold mynd 6

Daði Snær Haraldsson – Ljósmyndari: Hörður Ásbjörnsson

mold mynd 5

Daði Snær Haraldsson – Ljósmyndari: Hörður Ásbjörnsson

mold mynd 4

Davíð Þór Jósepsson – Ljósmyndari: Hörður Ásbjörnsson

 

 

 

Comments are closed.