TVEIR AF FÆRUSTU PLÖTUSNÚÐUM LANDSINS KVEIKJA Í PALOMA

0

Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus mun trylla líðinn á skemmtistaðnum Paloma í kvöld en hann er einn fremsti tónlistarmaður og plötusnúður landsins! Fyrir skömmu sendi GusGus frá sér lagið „Featherlight” en sveitin vinnur um þessar mundir að nýrri breiðskífu! Biggi mun á næstu mánuðum þeyta skífum víðsvegar um heim undir merkjum Mexico DJ Tour en kvöldið í kvöld er upphitun fyrir komandi átök! Biggi ætlar að prufukeyra nýtt efni frá GusGus í kvöld og er spennan afar mikil!

Einnig kemur fram einn virtasti og besti techno plötusnúður landsins Thor eða Þórhallur Skúlason en hann er í fararbroddi Thule útgáfunnar. Þórhallur hefur heldur betur verið á faraldsfæti að undanförnu en hann hefur verið að koma fram á stærstu vinsælustu klúbbum heims!

Það er óhætt að segja að stemningin verði rafmögnuð í kvöld! Frítt er inn og byrja herlegheitin kl 23:59!

Gusgus.com

Thulerecords.com

Skrifaðu ummæli