TVEIR AF BESTU HJÓLABRETTAKÖPPUM LANDSINS Á LEIÐ TIL AMSTERDAM

0
slamm 3

Daði snær Haraldsson og Ólafur Ingi Stefánsson

Tveir af bestu hjólabrettaköppum Íslands eru á leið til Amsterdam til að taka þátt hjólabrettakeppninni Dew Tour Am Series 2015. Ólafur Ingi Stefánsson og Daði Snær Haraldsson halda út á föstudaginn en keppnin er næstkomandi helgi.

oli slamm

Þetta er góður stökkpallur í stærri keppnir en þeir sem enda í toppsætum í Amsterdam komast í keppnina í Bandaríkjunum.

Undankeppni var haldin hér á landi Júlí Slamm á vegum Jaðar Íþróttafélag og Mohawks og þóttu Ólafur og Daði standa upp úr og eru þeir því á leið út fyrir Íslands hönd.

slamm 2

Það verður mjög gaman að fylgjast með okkar mönnum og Albumm.is óskar þeim góðs gengis!

Albumm tók einnig viðtal við Ólaf Inga í Október í fyrra sem hægt er að lesa hér

 

Comments are closed.