TSS sendir frá sér Moods – þétt og frumlegt

0

Tónlistarmaðurinn TSS eða Jón Gabríel Lorange eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér sína þriðju breiðskífu en hún ber heitið Moods. Platan inniheldur níu lög sem öll eru samin, flutt og tekin upp af jóni sjálfum í Antwerpen og í Reykjavík.

Jón Gabríel Lorange, er einnig þekktur sem annar helmingur tvíeikisins Nolo en TSS á að baki tvær breiðskífur, Meaningless Songs (2015) og Glimpse Of Everything (2016). Þar að auki hefur TSS gefið út stuttskífurnar Self Portrait (2016) og Decaying Man (2017) og safnplötuna Sessions (2013-2015).

Moods er virkilega þétt og frumleg plata og mælum við eindregið með að fólk hlýði á hana linnulaust!

Skrifaðu ummæli