TSS HITTIR NAGLANN Á HÖFUÐIÐ Á NÝRRI PLÖTU

0

tss 5

Tónlistarmaðurinn TSS eða Jón Gabríel Lorange eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér glænýja plötu sem nefnist Glimpse Of Everything.  Jón er einnig meðlimur í hljómsveitinni  Nolo og er greinilegt að kappanum er margt til lista lagt.

tss 2

Glimpse Of Everything er metnaðarfull og heilsteypt plata sem rennur í gegn eins og heitt te á sumarkvöldi! Það er á hreinu að TSS á eftir að vekja á sér enn meiri athygli og gaman verður að fylgjast með þessum hæfileikaríka tónlistarmanni!

Hægt er að nálgast plötuna með að senda skilaboð á TSS á facebook en áþreifanleg eintök eru væntanleg.

 

 

Comments are closed.