TRYLLT STEMNING Á VÖKUNNI

0

Kosningavökur voru út um allan bæ um helgina sem leið en ein sú stærsta og flottasta fór fram í Valsheimilinu! Þar fór fram Vakan en það eru óháð félagasamtök sem hefur það eitt að markmiði, að fá ungt fólk til að kjósa! Dagskráin var sko alls ekki af verri endanum en fram komu t.d. Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti, Hildur og Páll Óskar svo fátt sé nefnt!

Stappað var út úr dyrum og var stemningin vægast sagt tryllt! Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á svæðið og tók hann þessar frábæru ljósmyndir!

 

Vakan.is

Skrifaðu ummæli