Tryllt stemning á Prikinu – Þétt lag og myndband

0

Rapparinn Bróðir Big sendi nýverið frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Hrátt Hljóð.” Kappinn framleiðir svokallað Boom Bap rapp sem má lýsa sem rappi af gamla skólanum! „Hrátt Hljóð” er virkilega þétt og ætti hvert mannsbarn að kinka kolli í takt við þetta eðal flow!

Myndbandið er tekið upp á skemmtistaðnum Prikinu en Ívar Kristján Ívarsson á heiðurinn af því. Gráni sá um taktinn, DJ B-Ruff sá um skrámur, BRR sá um mix og Earmax sá um masteringu.

Skrifaðu ummæli