TRYLLT STEMNING Á MIGOS!

0

Heimsfræga rapp hljómsveitin Migos kom fram í nýju Laugardalshöllinni í gærkvöldi og ætlaði þakið gjörsamlega að rifna af! Migos er skipuð þeim Quavo, Offset og Takeoff og óhætt er að segja þeir kunni öll trykkin í bókinni! Lög eins og „T-Shirt” og „Get Right Witcha” fengu mannskapinn til að hoppa og sungið var með í hverju einasta lagi!

Einnig komu fram íslensku sveitirnar Cyber, Joey Christ og XXX Rottweiler Hundar og var kvöldið  hreint út sagt frábært.

Ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á svæðið og tók hann þessar skemmtilegu ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is

 

Skrifaðu ummæli