TRYLLT stemning á lokakvöldi Eurovision

0

Eins og alþjóð veit fór fram Eurovision um helgina sem leið og óhætt er að segja að stemningin hafi verið vægast sagt rafmögnuð í Höllinni! Ragnhildur Steinunn og Jón Jónsson voru kynnar kvöldsins og fóru þau á kostum! Sex atriðið komu fram og greinilegt er að allt var lagt undir!

Sviðið var hið glæsilegasta og ljósasjóvið alls ekki verra og myndaði þetta eina frábæra skemmtun! Ari Ólafsson bar sigur úr bítum með laginu Our Choise og verður hann fulltrúi Íslands í keppninni í Lissabon. Ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á sæðið og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is.


Skrifaðu ummæli