Tryllt stemning á Guns N´ Roses – Sjáið ljósmyndirnar

0

Í gær fylltist Laugardalurinn af eðal rokktónum en þar kom fram stórsveitin Guns N Roses á einum af stærstu tónleikum íslandssögunnar! Um 23.000 manns sóttu tónleikana og voru Axl, Slash og félagar í hörkufjöri. Hver hefur ekki raulað með lögum eins og „Sweet Child O’ Mine” og „Paradise City” svo sumt sé nefnt.

Það var ansi þétt stemningin á Laugardalsvellinum og mátti sjá alla skemmta sér afar vel, enda ekki furða þegar slík eðalsveit heimsækir klakann! Við ætlum ekkert að tuða um þetta meira en ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson kíkti á tónleikana og tók hann þessar frábæru ljósmyndirmyndir af kempunum!

Show.is

Skrifaðu ummæli