TRYLLT STEMNING Á KRONIK LIVE!

0

Á föstudaginn 7. Júlí fórum fram heljarinnar rapp tónleikar í Laugardalshöll og óhætt er að segja að stemningin hafi verið hreint út sagt tryllt! Tónleikarnir voru undir yfirskriftinni Kronik Live og eru auðvitað afsprengi af útvarpsþættinum Kronik sem snillingarnir og rapphundarnir Robbi Kronik og Benni B-Ruff stýra með miklum sóma!

Fram komu á tónleikunum Emmsjé Gauti, Aron Can, Alvia Islandia, breska sveitin Krept & Konan og Bandaríski rapparinn Young Thug svo sumt sé nefnt! Stemningin var gríðarlega góð en eins og flestir landsmenn vita er Rapp gríðarlega vinsæl tónlistarstefna í heiminum í dag og ekkert lát virðist vera á vinsældum hennar.

Fyrir ykkur sem viljið fylgjast náið með senunni stillið á Kronik á X977 á laugarddögum kl 17:00 – 19:00!

Brinjar Snær kíkti á tónleikana og tók hann þessar frábæru ljósmynir!

 

 

Skrifaðu ummæli