TRYLLT STEMMING Á TÓNLEKUM PUZZY PATROL – ALVIA, REYKJAVÍKURDÆTUR O.FL.

0

Laugardagskvöldið 20. Janúar stóð Puzzy Patrol fyrir heljarinnum tónleikum og málþingi í Gamla Bíói og var stemmingin vægast sagt tryllt! Dagskráin var sko alls ekkert slor en fram komu t.d. Reykjavíkurdætur, Fever Dream, Alvia og Cell7 svo sumt sé nefnt!

Puzzy Patrol er viðburðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja viðburði með listakonum og femínískum talskonum til að styrkja og styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma og skapa jákvæðan umræðugrundvöll. Laufey Ólafsdóttir stýrði málþinginu en þar var farið yfir uppgang og sögu femínisma í hipp hopp heiminum ásamt umræðum um stöðu og framtíð kvenna í dag!

Ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson kíkti á herlegheitin og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is

Skrifaðu ummæli