Tryllt myndband frá Mammút: Nornir og goðafræði koma mikið við sögu

0

Hljómsveitin Mammút var að senda frá sér tryllt myndband við lagið „What’s Your Secret?.” Myndbandið er tekið upp að hluta til á Grænlandi og því leikstýrt af Sögu Sig og Sunnevu Ásu Weisshappel. Jón Már sá um “Visual effects,“ Saga tökur og Sunneva klippingu. Eins og fram kom í viðtali við Sögu og Sunnevu Ásu á Visir.is gekk á ýmsu við gerð myndbandsins en allt small saman á endanum og úr varð þetta glæsilega myndband.

„Í fyrstu tökunni á Grænlandi missti Saga myndavélarnar í sjóinn, steinarnir sem Sunneva dansaði á voru svo hálir af selspiki að erfitt var að halda jafnvægi og minnstu mátti muna að Saga næði ekki flugvélinni til Grænlands en sem betur fer gekk allt vel á endanum!“

Nornir og goðafræði koma mikið við sögu í myndbandinu og eins og fyrr hefur komið fram er útkoman virkilega glæsileg!

Skrifaðu ummæli