Tryllt myndband frá Fufanu – „Chop Chop”

0

Hljómsveitin Fufanu var að senda frá sér tryllt myndband við lagið „Chop Chop” en það er tekið af seríunni The Dilogue Series 2. „Chop Chop” býður upp á eðal grúv eins og það gerist best og ætti hvert einasta mannsbarn að skella þessu í eyrun á sér.

Nú þegar hafa litið dagsins ljós seríurnar The Dilogue Series 1 og The Dilogue Series 2 og er von á The Dilogue Series. 3. Allt klappið kemur svo út á Vínyl í Október næstkomandi og bíðum við afar spennt eftir því!

Myndbandið við „Chop Chop” er vægast sagt “geggjað” og smell passar það laginu! Guðlaugur Hörðdal á heiðurinn af myndbandinu og er ekkert annað í stöðunni en að skella á play!

Hægt er að hlýða á The Dialogue Series á Spotify

Fufanu.rocks

Skrifaðu ummæli