TRÚBOÐARNIR SENDA FRÁ SÉR NÝJA PLÖTU

0

11070201_10153269138774430_510401710695420771_n

Trúboðarnir voru aldrei stofnaðir heldur fengu meðlimir köllun frá æðri máttar- völdum um að nú skyldu þeir setja saman hljómsveit. Ekki ólíkt því þegar Betlehemsstjarnan leiddi vitringana þrjá í átt að fjárhúsinu forðum. Og þannig er það bara, það er köllun að vera í Trúboðunum en ekki val.

Til að taka af allan vafa þá hefur trúboð Trúboðana ekkert með trúmál í hefbundinni skilgreiningu þess orðs að gera. Trúboðstrúboðið snýst um að berjast gegn stöðnun, almennum leiðindum og miðaldrakrísum hverskonar. Eins konar forvörn fyrir að verða ekki golfinu að bráð eða ganga í Oddfellow, Frímúrarana eða önnur álíka félög.

Trúbræðurnir eru fjórir:

Kalli Örvars, – Zýkkklarnir, Stuðkompaníið, Eldfuglinn ofl.
Heiðar Ingi – HAMS, Rokkvinir, Tolstoy ofl.
Gummi Jóns – Hörmung, Janus, Kikk, Tíbet Tabú, Zebra, Sálin ofl.
Maggi Magg – Hún andar, Exit, Útópía ofl

Hjá Trúboðunum hefur tilveran hingað til verið tímlaus og hver dagur „er sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir” eins og segir í þjóðsöngi vorum. En núna er komin út geisladiskur frá hljómsveitinni, „Óskalög sjúklinga“ með tíu frumsömdum lögum sem mun meitla nafn Trúboðanna í fyrsta skipti í tímatal íslenskrar tónlistarsögu. Diskurinn er tekin upp fyrr á þessu ári í Stúdíó Paradís af Ásmundi Jóhannssyni sem hljóðblandaði einnig.

Óskalög sjúklinga nefnist verkið og er ætlað að létta þjáðri þjóð lund. Hér eru borin á borð ný óskalög sem allt eins gætu hljómað eins oft á öldum ljósvakans og Lítill drengur. Lögin á plötunni eru eftir Kalla og Heiðar sem einnig semja texta auk þess sem Gísli Einarsson, Edduverðlaunahafi og Hallgrímur Helgason handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna ljá hljómsveitinni sinn textan hvorn. Óttarr Proppé, alþingismaður og HAMari er svo gestasöngvari í laginu Vantrúboð.

Lögin eru:

1.   Krónukallinn

2.   Óskalög sjúklinga

3.   Ósómi

4.   Vantrúboð

5.   Mannsalar

6.   Rétta leið

7.   Alþýðumaðurinn

8.   Sér til sólar

9.   Upp í sveit

10.  Náttúra

Nú þegar hefur titillagið, Óskalög sjúklinga, heyrst á öldum ljósvakans.

 

 

Comments are closed.