TRPTYCH

0

 

Ljósmyndari: Björn Snorri Rosdahl

Ljósmyndari: Björn Snorri Rosdahl

Daníel Þorsteinsson og Guðni Einarsson skipa hljómsveitina TRPTYCH en sú hljómsveit er tiltölulega ný af nálinni. Danna þekkja flestir úr hljómsveitunum Maus og Sometime og Guðni gaf áður út tónlist undir nafninu Impulze/Frantic ásamt því að halda fjölmörg danstónlistarkvöld í Reykjavík. Kapparnir hafa leitt saman hesta sína og eru nú að senda frá sér Techno tónlist eins og hún gerist best.


Nú hafið þið verið talsvert í tónlist í gegnum tíðina, hver er ykkar tónlistarbakgrunnur?  

Danni: Ég var trommuleikarinn í Maus og Brim en síðustu 10 ár hef ég verið í electro bandinu Sometime. Ég hef alltaf hlustað mjög mikið á electróniska tónlist eða sirka frá ’90-’91, þegar strákarnir í Maus (þá hét bandið Slip) spurðu mig hvort ég vildi vera með, þá var ég alveg tvístígandi. Þeir voru að hlusta á nýbylgju og ég var ekkert í rokkinu. það var ekki fyrr en ég heyrði Mixed Up með the Cure að ég hugsaði að þetta gæti gengið upp og ég náði að tengja aftur við rokkið. Þannig að núna líður mér pínu eins og ég sé kominn heim núna eins korný og það hljómar.

Guðni: Ég fékk snemma áhuga á því að plötusnúða eða kringum fjórtán til fimmtán ára og vann m.a. Plötusnúðakeppni Félagsmiðstöðvanna 2002 og var mikið að snúðast í Hagaskóla. Eftir það held ég hafi fengið veiruna. Á þessum tíma var ég mikið í að hlusta á Drum&bass en færðist svo hægt og rólega yfir í tekknó-ið og hef ég verið þar allar götur síðan. Í kringum 2007 – 2011 var ég að gefa út slatta af efni og remixum undir nafninu Impulze/Frantic ásamt því að halda klúbbakvöldin RVK Underground, Hugsandi Danstónlist og 4/4. Ég tók mér síðan góða pásu frá 2012 þar sem mest allur tími minn fór í að byggja upp fyrirtæki mitt Hljóðheima ásamt því að börnin fæddust á þessum tíma.

Danni: Ég kynntist Guðna eftir að hann gerði remix fyrir Sometime, svo langaði mér að fá hann til að prodúsera næstu Sometime plötu, en svo vorum við (Sometime) ekkert að gera, bara á einhverju alltof löngu holdi og eitthvað kvöldið á djamminu (að sjálfsögðu) þá stakk Guðni upp á því að við myndum prófa að gera eitthvað saman. Ég sé ekki eftir því.

Guðni: Já, nákvæmleg. Þetta byrjaði allt saman í kringum sometime remix-ið, þannig kynntumst við. Boltinn fór að rúlla og hefur ekki stoppað síðan.

Hvernig munduð þið lýsa tónlist ykkar og hvaðan fáið þið innblástur fyrir ykkar tónlistarsköpun?

Guðni: Úff, veit ekki…fyrir mér er þetta tilfinningalegt tekknó. Við notumst við svokallaða modularhljóðgervla og mótar það mikið sándið og fílið í lögunum og gerir þetta pínu öðruvísi, gefur þessu aðeins meiri brodd finnst mér! Minn innblástur kemur fyrst og fremst með því að hlusta á tónlist, daginn inn og daginn út!

trp

Ljósmyndari: Björn Snorri Rosdahl

Danni: Mmm, ég held og vona að þetta sé hreint og beint Techno, en það eru bara svo óteljandi labels í þessum danstónlistargeira að það er ábyggilega einhver sem heyrir einhverjar aðrar stefnur þarna. Minn aðal innblástur er bara að hlusta á tónlist og bara setjast niður og gera hana og það kemur alltaf eitthvað skemmtilegt þegar við hittumst.

Hljómsveitin heitir því skemmtilega nafni TRPTYCH. Hver er sagan á bakvið nafnið?

Danni: Mér langaði fyrst að bandið myndi heita einhverju íslensku nafni, því það er enginn söngur í tónlistinni og okkur langaði að það kæmi einhvern vegin fram að við værum íslenskir, því Ísland er besta land í heimi. Ég fór í gegnum íslenskar orðabækur og allskonar bækur með fullt af orðum en það var bara ekkert sem fittaði og það sem var nice minnti okkur á eitthvað annað eða var í notkun. Þannig að ég fór að hugsa um eitthvað útlenskt orð, eitthvað sem létt er að googla, því ég var náttúrlega í Sometime og það er bara varla hægt að googla því bandi því það er svo algengt orð. Þannig að ég bjó til þetta orð TRPTYCH (/ˈtrɪp.tɪk/) úr orðinu triptych (three fold) sem eru þrjár myndir hlið við hlið oft trúarlegar. Og þetta passaði náttúrulega frá fyrstu sekúndu, því það er ekkert að annað í heiminum sem heitir TRPTYCH, það er teknólegt, trippy, taktfast og sexy haha.

Guðni: Já, Danni er algjör séní í þessum málum og spekúlant. Hann á allan heiðurinn á nafninu.

Danni: Schwing.

Er á dagskrá að gera plötu og ef svo er eruð þið byrjaðir á henni og hvenær væri þá von á henni?

Danni: Já við erum búnir að stefna á plötu alveg frá því við byrjuðum að vinna saman og erum búnir að vera að taka upp “on and off“ síðustu mánuði. Við komumst inn á Airwaves 2015 þannig að við erum byrjaðir að æfa live show sem setur upptökur á smá hold, en við viljum vera tilbúnir með LP snemma 2016.

Guðni: Heldur betur, erum búnir með bróðurpartinn af plötunni. Við tókum þá ákvörðun að prufukeyra efnið á Airwaves 2015 og sjá hvernig það færi í fólk. Með þessa gerð af tónlist skiptir miklu máli, ef kostur gefst, að prufa keyra það fyrir útgáfu, sjá hvað væri mögulega hægt að bæta o.s.frv. Gætu komið aðrir vinklar á lögin eftir að hafa sett þau upp í liveset.

Hvað hafið þið verið að vinna lengi saman, hvernig gengur samstarfið og hvernig er því háttað?

Danni: Við byrjuðum að vinna saman í apríl á þessu ári og samstarfið gengur sjúklega vel. Við setjumst niður og gerum eitthvað og allt í einu er komið klikkað groove. Við erum alltaf að high-five-a hvorn annan í stúdíóinu.

trp 2

Ljósmyndari: Björn Snorri Rosdahl

Guðni: Samstarfið gengur eins og í sögu. Ótrúlegt en satt þá hefur aldrei verið neinn ágreiningur varðandi útsetningar á lögunum eða eitthvað slíkt sem er alveg magnað.  Þetta var bara meant to bee. Samstarið er 50/50. Sessionin eru eins og í alvöru tekknó-sessionum sæmir, mörgum tökkum snúið og mikið grúv.

Danni nú ert þú trommuleikarinn í Maus, ertu að tromma í þessu bandi eða eru kjuðarnir settir á hilluna í þetta sinn?

Danni:  Nei, það meikar engan sens að vera eitthvað að tromma í teknói, en kannski live bæti ég inn einhverjum pads til að triggera sounds og loops.

Eruð þið einu meðlimir TRPTYCH eða eru fleiri sem koma að þessu og ef svo er hverjir eru það?

Danni:  Við erum bara tveir.

Guðni: Jebb, bara tveir

Hvaða topp þrjár plötur eru í uppáhaldi hjá ykkur um þessar mundir og af hverju þessar plötur?

Danni: Núna er ég akkúrat í svona millibils ástandi, nýbúinn að klára eitthvað og er að leyta af einhverju nýju, þetta gerist alltaf á svona mánaðarfresti alveg óþolandi hahaha, en í sumar er ég búinn að vera að hlusta mikið á ILoveMakonnenILoveMakonnen EP”, ótrúlegt sound og fjölbreytt stöff og öðruvísi rappari/söngvari (minnir mig pínku á Biz Markie). Svo eru Oneotrix Point Never, Holly Herndon og Fatima al Qadiri alltaf í eyrunum á mér.

Guðni: Ég er búinn að vera hlusta mikið á þýska tekknó bróður minn, Sven Weisemann, æðislegt stöff. Svo er ég alveg ástfanginn af dótinu hans Nicholas  Jaar, geðveikt stöff.

Hvernig finnst ykkur Íslenska tónlistarsenan í dag og hlustið þið mikið á Íslenska tónlist?

Guðni: Já, það er margt mjög kúl í gangi og mikill uppgangur í íslensku danstónlistarsenunni í dag að mínu mati. Ég er mikill GusGus sökker eins og margir, en held einnig ég mikið upp á MÚM og það sem er að koma frá Bedroom Community.

Danni: Það er alltaf ótrúlega mikið gott stöff í gangi á íslandi og líka lélegt. Ég fýla best Samaris og GusGus, Biggi Veira er náttúrulega Guð.

Hvað er framundan hjá TRPTYCH og er stefnan sett á tónleikahald á næstunni?

Guðni: Það sem er framundan er fyrst og fremst og klára plötuna, gera allt klárt fyrir útgáfu. Svo er það uppsetning á liveshowinu ásamt æfingum.

https://www.facebook.com/Trptych

http://cargocollective.com/danielthorsteinsson

 

 

 

 

 

Comments are closed.