TRPTYCH OG EXOS RÍFA ÞAKIÐ AF PALOMA

0

Óhætt er að segj að mikið stuð verði á efri hæð Paloma annað kvöld en þar má hlýða á dúndrandi Technó tóna! Það eru engnir viðvaningar sem standa vaktina í kvöld en það eru Exos og hljómsveitin TRPTYCH. Exos er Techno guð íslands en hann á glæstan tónlistarferil að baki og nóg er um að vera hjá kappanum!

TRPTYCH er skipuð þeim Guðna Einarssyni og Daníel Þorsteinssyni en þeir töfra fram afar ljúfa, grúví og grípandi Techno tóna! Drengirnir verða live í kvöld en þeir eru þekktir fyrir að stilla upp ansi þéttu setti og eru þeir ekki síður fyrir augu en eyru! Einnig verður hægt að fylgjast með köppunum í beinni útsendingu á facebook síðu Exos.

Ef þú ætlar út annað kvöld og langar að dansa kíktu þá á Paloma! Herlegheitin byrja kl 23:00 og er frítt inn! Facebook viðburðinn má sjá hér

Skrifaðu ummæli