TROMMULEIKARI RED HOT CHILI PEPPERS EYS ÚR VISKUBRUNNI SÍNUM

0

Chad Smith.

Trommuleikarinn Chad Smith er Væntanlegur til landsins en hann hefur heldur betur slegið í gegn með hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers! Sveitin heldur tónleika hér á landi þann 31. Júlí næstkomandi og fannst starfsfólki Hljóðfærahússins tilvalið að fá hann í heimsókn.

Albumm.is náði tali af tónlistarmanninum og trommuleikaranum Arnari Gíslasyni og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum um viðburðinn.


Hvernig kviknaði sú hugmynd að fá trommuleikarann Chad Smith til landsins?

Við hér í Hljóðfærahúsinu erum alltaf á tánum þegar hingað koma bönd með Trommurum og eða Hljóðfæraleikurum sem geta aukið áhuga ungra sem aldna á trommuleik og hljóðfæraleik. Það er auðveldara um vik þar sem RHCP er að spila hér á mánudeginum 31. júlí og var þá alveg kjörið að fá Chad hingað daginn áður til að ausa úr viskubrunni sínum. Chad Smith notar Vater kjuða Sabian Cymbala Remo trommuskinn og DW trommur sem eru allt merki sem við erum að selja þannig þetta er eins og draumur í dós!

Arnar Gíslason.

Hvað er Trommu Clinic og hvernig fer það fram?

Chad mætir og spilar RHCHP lög með playbacki og fer þá í gegnum það hvað hann er að reyna að ná fram í trommuleik sínum bæði með því að stoppa og tala um taktana og breakin sem og hvaða tækni hann vill nota. Einnig er þetta oft bara næs spjall um músik og trommuleik almennt á milli þess sem hann blastar á settið. Chad er mjög hress og skemmtilegur náungi og geta þessi clinic farið á skemmtilega staði þar sem skemmtanagildið hefur mikið vægi. Það er ekki verið að sökkva sér mikið í tæknilega og akademískar hliðar á trommuleik heldur bara að njóta taktfestu.

Red Hot Chili Peppers.

Hvað er það við trommuleik Chad Smith sem er svo heillandi?

Fyrir mína parta er það eldmóðurinn í trommuleiknum, það er einhvern veginn alltaf eins og það sé allt í húfi þegar það er gigg. Einnig grúvið auðvitað, RHCP væri ekki þar sem þeir eru í dag ef ekki væri fyrir Chad Smith hans grúv og hugmyndaauðgi í trommuleik. En grúvið er málið ég man alltaf eftir að hafa sé Chad tromma á svona trommufestvali, afmæli Modern Drummer ef ég man rétt. Þar voru allir bestu trommarar heimsins samankomnir og allir með sóló fyrir allan peningin og rúmlega það, milljón slög á mínútu og hver trommari fékk 5 mínútur. Svo var komið að okkar manni Chad Smith, hann settist við settið og trommaði 4/4 bít í 5 mínútur ekkert breik bara lá í grúvi í 5 mínútur stóð svo upp og sagði að þetta væri það sem músík væri, Grúv!!!! mér fannst það töff!

Chad Smith.

Hvar fer viðburðurinn fram og við hverju má fólk búast?

Silfurberg Hörpu kl 19:00 30. júlí og fólk má búast við skemmtun og góðu grúvi!

Eitthvað að lokum?

Við hvetjum alla eindregið til að mæta hvort sem þú ert trommari eða ekki því þetta er einn af stóru trommurum samtímans og hefur hann frá mörgu skemmtilegu að segja.

Hægt er að nálgast miða á Red Hot Chili tónleikana á Tix.is

Hljodfaerahusid.is

Skrifaðu ummæli