TROÐFYLLTUM HÚSIÐ OG RÚSTUM ÞVÍ NÆSTA!

0

Sigurður Óskar Baldursson eða Siggi Litli  eins og hann er kallaður var að senda frá sér bráðskemmtilegt lag og myndband sem ber heitið „FLY” Þetta mun vera hanns fyrsta lag á ensku og er útkoman eins og fyrr kemur fram bráðskemmtileg!

Fyrir skömmu trylltu Siggi Litli og AK Studio lýðinn á tónleikum sínum á skemmtistaðnum Café Amour á Akureyri en kapparnir munu svo koma fram á Græna Hattinum 18. Maí næstkomandi!

„Við stígum á svið á Græna Hattinum í fyrsta skiptið og það er mikil spenna í mannskapnum! Við fengum þetta gigg sirka þrem vikum eftir að hafa troðfyllt Café Amour. Við ætlum að gera þetta show ennþá stærra og við ætlum að taka helling af nýju efni!“ siggi Litli

Tónleikarnir á Græna Hattinum byrja stundvíslega kl 21:00.

Skrifaðu ummæli