TRIPLE SIX CREW

0
Rider - Jóhann Sigurðsson mynd eftir Viðar Stefánsson

Rider – Jóhann Sigurðsson mynd eftir Viðar Stefánsson

Þó að snjóbretti séu nú mest viðloðandi við fjöll og firnindi hefur senan færst með hverju ári inná götur ýmsa borga og bæja, menn farnir að fleygja sér niður tröppur og handrið líkt eins og þekkist í hjólabrettamenningunni.


Flestir þekkja nú til Helgasons bræðra en þeir hafa verið atvinnumenn á snjóbrettum ásamt Gulla Guðmundssyni um þó nokkurt skeið og eru ansi þekktir fyrir hinar og þessar street style kúnstir sem hafa vakið athygli á heimsmælikvarða. Þeir þremenningar hafa nú klárlega smitað útfrá sér og eru lang flestir uppí Hlíðarfjalli komnir á snjóbretti og eru bræðurnir Einar og Viðar Stefánssynir engin undantekning.

Rider - Viðar Stefánsson Mynd eftir Jóhann Sigurðsson

Rider – Viðar Stefánsson Mynd eftir Jóhann Sigurðsson

Rider - Einar Stefánsson mynd eftir Viðar Stefánsson

Rider – Einar Stefánsson mynd eftir Viðar Stefánsson

Þeir bræður fóru í snjóbrettaskóla í Malung í Svíþjóð og stofnuðu þar Triple Six Crew sem er hópur snjóbrettaiðkenda sem hafa verið duglegir við að filma og henda frá sér vídeópörtum, bæði tekið upp í svíþjóð og hérlendis.

Triple Six hefur verið starfandi síðan 2012 og gáfu þeir frá sér Triple Six – Nameless (Minimovie) fyrir rúmlega tveimur mánuðum en efnið er tekið upp í kringum 2013-2014, en meira efni er væntanlegt og mun Albumm sjá til þess að lesendur fái að njóta góðs af.

Rider - Dagur Guðnason mynd eftir Lindu Ólafsdóttur

Rider – Dagur Guðnason mynd eftir Lindu Ólafsdóttur

DO NOT TRY THIS AT HOME!

Comments are closed.